Halldór og Jónas frá Hriflu.

Ekki er ég hissa á að fólk hafi áhuga á Halldóri, enda var hann mikill snillingur.

Þetta hafði Halldór að segja um Jónas frá Hriflu.

Jónas frá Hriflu er nokkurn veginn gersneyddur hæfileikum til að rita um skáld og skáldskap, til þess er þekking hans of grunn, hugsunin of hversdagsleg, penninn of sljór. Hann kann ekki að sérkenna hlut, heldur flýtur allt fyrir honum, hann sljóvgar í stað þess að hvessa, fletur í stað þess að ydda, banalíserar í stað þess að karakteríséra. Ef hann ætlar að lýsa einhverju, sem honum þykir mikils um vert, verða útþvældustu glósur málsins að einskonar ,,óbilgjarni klöpp", þar sem hann stendur fastur. Þegar frá er tekinn hæfileiki Jónasar til að skrifa níð og andstyggð um fólk í Tímann, þá verður eftir aðeins ofur hversdagslegur, lítið upplýstur barnakennari sem þjáist af allskonar vankenndum og þar með óhamingjusamri löngun til að færast þá hluti í fang sem eru honum um megn.

Smá viðbót um álit skáldsins á Jónasi frá Hriflu.

Ég þekki ekki það skarn sem ég vildi ekki heldur  þvo af höndum mér en meðatkvæði slíks manns.


mbl.is Mikill áhugi á Laxness
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Mergjaður texti

Hólmdís Hjartardóttir, 17.1.2008 kl. 04:00

2 Smámynd: hofy sig

Já hann á sko marga góða

hofy sig, 17.1.2008 kl. 09:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband