Moggabloggarar versla ekki á útsölum

Jamm og jæja! Ekki ætti þetta að koma okkur Frónbúum á óvart, Íslendingar hafa nú ekki vílað það fyrir sér hingað til að norpa úti í kulda og trekki, bíðandi í löngum biðröðum ef útsölur eru annars vegar, hins vegar kannast fáir við að versla á útsölum ef þeir eru spurðir, soldið einkennilegt finnst mér, að minnsta kosti versla moggabloggarar alls ekki á útsölum "trúlegt" eða hvað? Ég versla oft á útsölum og skammast mín ekkert fyrir það, mér finnst meira að segja ekki erfitt að viðurkenna það, samt sem áður hef ég ekki enn gengið svo langt að bíða í biðröðum eftir að búðin opni "ekki alveg ég" ég get líka viðurkennt að hafa gjörsamlega misst mig í útlandinu og verslað hressilega yfir mig, er vaxin upp úr því rugli sem betur fer, maður væri tæplega sannur Íslendingur ef mann hefði ekki tekið þátt að moka inn slatta af fötum úr útlöndunum, samt voða gott að geta hlegið af því í dag og gert soldið grín af sjálfum sér, vitandi að maður gerir ekki sollis vitleysu lengur.
mbl.is Þrjár konur féllu í yfirlið á útsölu Next
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband