Hvað er þetta með brennuvarga?
17.12.2007 | 08:55
Hvað er þetta með eldfæri eiginlega? Svei mér ef það er ekki á hverjum degi sem ég er að lesa um íkveikjur í hinu og þessu. Þetta er nú meiri ónáttúran, að fá eitthvað út úr að kveikja í húsum, nú eða þá í ruslagámum. Ég er alveg hrikalega eldhrædd og hef alla tíð verið, mér finnst að það eigi að fara djúpt ofan í saumana á þessum málum, og umfram allt að reyna að grafast fyrir hvað það er sem er í gangi í höfðinu á brennuvörgum, vinna svo út frá því í samráði við fagaðila, geðlækna or som! Ég er nokkuð viss um að engin alheilbrigð manneskja kveikir í heilu húsunum, bara sí sona eða í óvitaskap, annað með rusl kannski það sé eitthvað fikt hjá ungmennum, eldfæri virðast stundum hafa ótrúlega mikið aðdráttarafl hjá krökkum á vissum aldri, en það eldist sem betur fer af þeim flestum. En því miður ekki öllum.
Kveikt í ruslagámum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.