Skammdegisljós
11.11.2007 | 20:01
Shit! Ég verð alveg nett pirruð á rausinu í sumu fólki út af jólaljósunum, það veitir nú ekki af að lýsa upp skammdegisdrungann hér heima á Fróni. En nei nei, um að gera að væla, skæla og barma sér. Ég persónulega elska jólaljósin, mörg þessara ljósa éru í rauninni skammdegisljós, sjálf læt ég alltaf eitthvað af mínum ljósum hanga þar til fer að birta, mér og mínum til ánægju. Þeir sem láta svona smotterí fara í taugarnar á sér ættu að mínu mati að skoða sjálft sig og hreinsa burt neikvæðni og svartsýni.
Upp með ljósin, það er svo brjálæðislega notó og kósí birta frá jólaljósunum og um að gera að láta þau hanga sem allra lengst.
Góða nótt kæru félagar.
Og sofið rótt.
Jólaljósin sett upp í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vá hvað ég er sammála þér!
Það þarf bara að kalla þetta eins og þú segir skammdegisljós í stað jólaljósa. Þá verða rausararnir kannski happý
Eigðu góðan dag
Dallilja
Dallilja (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 15:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.