Færsluflokkur: Bloggar
Sölumenn
3.11.2007 | 13:43
Smá framhald: Persónulega dettur mér ekki í hug að líftryggja mig, þegar að ég fell frá og ef það verður á undan pabba barnana minna þá treysti ég honum fullkomlega fyrir þeim sem ekki enn eru orðin fullorðin, ef við hins vegar færum bæði í einu stæðu eignir okkar eftir sem´börnin myndu erfa. Ég hef aldrey skilið þagar fullorðið fólk sem á uppkomin börn sem eru farin að heiman og þá farin að sjá fyrir sér sjálf er að líftryggja sig, til hvers? Svo að börnin fái pening til að kaupa sér nýjan bíl eða eitthvað. Mér finnst þeir tryggingarsalar sem ég hef fyrirhitt um ævina svo óþolandi uppáþrengjandi og dónalegir, man sérstallega eftir einum sem rauk á dyr og skellti fast á eftir sér af því að við vildum ekki kaupa af honum tryggingu.
Í dag ´fá þeir ekki að stíga fæti inn fyrir mínar dyr enda á ég ekkert vantalað við þá.
Líf og sjúkdómatryggingar eru bara fyrir stálhraust og kornungt fólk. Alls ekki fyrir fólk með sjúkdóma . Ég forðast svo sannarlega þessa sölumenn eins og heitan eldin. Ég er líka farin að sjá svo skrambi illa að ég sé ekki lengur smáa letrið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Að vera alki eða ekki alki.
3.11.2007 | 12:27
Það er einmitt það! Líkur á að veikindin taki sig upp aftur minnka eftir því sem lengra líður frá vel heppnaðri meðferð, 3 ár er lámarkið eða svo segir Vigfús M Vigfússon deildarstjóri líf og heilsutrygginga hjá Tryggingamiðstöðinni. Staðreyndin er nú hins vegar sú að við alkahólistar erum öll jafn langt frá eða jafn nálægt glasinu burtséð frá hvort við höfum verið edrú í 3 mánuði, 3 ár eða 30 ár.
Við höfum ekki læknast af alkahólisma þó við höfum verið edrú lengi, við höfum aðeins fengið frest frá degi til dags með því skilyrði að við gætum vel að andlegri heilsu okkar. Það er ekki nóg fyrir okkur að setja tappann í flöskuna og bíða svo bara róleg, tíminn mun ekki lækna okkur. Vel heppnuð meðferð mun ekki heldur lækna okkur.
Vandi okkar er að sætta okkur við núverandi aðstæður, okkur sjálf og fólkið í kringum okkur, til þess að við náum árangri þurfum við að sætta okkur við raunsæja auðmýkt, án hennar náum við ekki árangri. Við verðum að byrja á byrjuninni hvað eftir annað. Það er æfing í að sætta sig við tilveruna og við þurfum að halda áfram að iðka hana á hverjum degi það sem eftir er ævinnar, ekki bara í 3 ár.
Reiði er tilfinning sem við alkahólistar getum ekki leyft okkur að dvelja í, hún er munaður fyrir okkur, hún er aðalorsök þess að við leiðumst út í drykkju á nýjan leik. Við vitum mætavel að ,,drykkjan gerir okkur sturluð eða gengur af okkur dauðum. Þess vegna forðumst við deilur, oft höfum við skílt okkur á bak við " réttláta reiði " en vá! hvenær er reiði réttlát?
Fátt borgar sig betur en að gæta tungu sinnar og penna. Við verðum að forðast vanhugsaða gagnrýni, rifrildi eða fýlu og þögla fyrirlitningu. Þetta eru tilfinningarlegar gildrur sem dramd og hefndarhugur leiðir okkur beint í.
Vænlegast virðist að bregðast við áfengisvandanum með fræðslu. fræðslu í skólum, lækna, presta, atvinnurekanda, og alls almennings. Fræðslan þarf að vera byggð á staðreyndum og sett fram á réttan hátt. Fram til þessa hefur áhersla verið lögð á siðleysi drykkjuskapar fremur en alkahólisma sem sjúkdóm.
Minn sjúkdómur er alkahóismi en ekki krabbamein, en hver er munurinn? Rústaði alkahólisminn ekki líkama mínum og sál, það tekur alkahólismann lengri tíma að gera út af við menn en endalokin eru þau sömu.
Spakir menn og konur hafa alltaf vitað að engum verður mikið úr lífinu sem ekki hefur það að reglu að kanna sinn innri mann, fyrr en hann getur æðrulaust viðurkennt og sætt sig við það sem hann sér og reynir að bæta það sem aflaga fer.
Hroki er höfuðorsök flestra vandamála mannsins og kermur í veg fyrir að við tökum framförum. Að sýna mótþróa og neita að takast á við mein okkar er vísasta leiðin til glötunnar. Ef siðgæðisreglur og lífsspeki nægðu til að sigrast á alkahólisma hefðu mörg okkar læknast löngu fyrr.Við komust að raun um að slíkt gat ekki bjargað okkur hversu mjög sem við reyndum.
Jæja þá, þetta varð miklu stærri pistill en til stóð og ekki víst að fólk botni neitt í honum, nema náttla alkarnir sem er bara í góðu lagi.
Ekki meira í bili, bæjó.
![]() |
Óvirkir alkar fá ekki tryggingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Vel falið verðkönnunarkjöt.
2.11.2007 | 23:55
Omg segi ég nú bara eins og unglingarnir, ég steinsofnaði yfir sjónvarpinu og gesti mínum í þokkabót. En það var nú bara hún systa mín, hún er svo sem ekki óvön því að ég dotti svona út um dyntinn og dantinn og er þess vegna ekkert að kyppa sér upp við svoleiðis lagað. Hún þakkaði bara fyrir hrotuhljóð og nammitrakteringar þessi elska áður en hún hélt heim á leið.
Mótorhjólaklúbburinn Fáfnir er hundfúll yfir að vítisenglarnir fengu ekki að koma inn í landið okkar, persónulega er ég bara ánægð með að þeir voru sendir til baka. Það er víst nóg af glæpunum fyrir, þó við förum ekki að flytja þessa glæpaplebba inn líka.
Óþolandi þetta svindl í stórverslununum, ég hef vitað þetta lengi þar sem ég var aðstoðarverslunarstjóri í einni slíkri fyrir örfáum árum, þangað kom spes " verðkönnunarkjöt " tvisvar í viku sem var ávalt vel falið fyrir kúnnunum, það komu yfirleitt einn til tveir bakki af hverri sort. Fryst kjöt var svo falið vel og vandlega í frystikistunum og ekki séns fyrir kúnnana að finna það. Svona er nú plottið á öllum sviðum.
Jæja góða nótt kæru vinir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Viagra og valíum.
1.11.2007 | 15:31
Mikið svakalega finnst mér ruslpóstur leiðinlegur, pósthólfið mitt er alltaf yfirfullt, ég hef varla undan að henda draslinu út. Samt er ég með vörn og hvaðeina. Það er ein manneskja sem er svo sauðþrá að manni stendur bara ekki á sama. En hún veit náttla ekki að ég er þrárri en sauðkindin sjálf, hvað um það´, þessi manneskja vill fyrir alla muni koma mér á lyf og það strax. Og það er sko ekki magnýl sem hún heldur að mig vanti, ó sei sei nei! Hún vill að ég fari að bryðja valíum og viagra með góðu eða illu, þeir hafa kanski uppgötvað þarna í útlandinu að það er búið að taka valíum af lyfjaskrá í okkar landi.
Í sannleika sagt fæ ég slík tilboð stundum tvisvar á dag og hef fengið lengi, fyrir nú utan allt annað sem dettur inn í pósthólfið mitt.
Ekki meir í bili. Verð að rjúka út og draga björg í bú
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Made in China
1.11.2007 | 13:36

![]() |
Bann lagt á útflutning rúmlega 700 leikfangaverksmiðja í Kína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Barnfjandsemlegt
31.10.2007 | 11:21
Pirr pirr! Ég er búin að fá svo mikið nóg af þessu barnfjandsamlega samfélagi sem að ég bý í. Allt sem snýr að börnum er verðlagt skýjum ofar, dæmi um það eru t.d. tannlækningar, tannréttingar, sálfræðiþjónusta, íþróttir, tómstundir og dagvistargjöld, ég gæti örugglega haldið endalaust áfram upptalningunni. Ég´tel mig nú samt heppna að fá að takast á við það göfuga hlutverk að vera foreldri. Ég get bara með engu móti skilið hvernig búið er að barnafjölskyldum, öryrkjum og öldruðum í þessu velferðarþjóðfélagi okkar.
Það vill svo til að ég er með tvö stikki af unglingum í tannréttingum, og ég get svo svarið fyrir það að það er ekki einleikið hvað prísinn er klikkaðislega hár þar á bæ. Síðan er það tannlæknirinn sem þreytist ekki á að arðræna mig, og vita nú flestir að tennurnar skemmast meira þegar búið er að víra þær saman. Svo er það sálfræðingurinn, sjö þúsund og fimm hundruð kall tíminn hjá honum og ekkert niðurgreitt í þeim geira. Borga milli 40 og fimmtíu þúsund fyrir greininguna hjá sála. Sálarlega hefur drengurinn minn ekki efni á að bíða eftir greiningu hjá greiningarstöðinni, enda verður hann löngu orðin fullorðin maður þegar kemur að honum í röðinni.
Ég er svona að velta fyrir mér hvort atkvæðasmalarnir sem komust áfram í síðustu kosningum ætli að standa við stóru orðin eða verður maður bara að kyngja því að það sé komin hefð á þau. 'Eg var svo innilega að vona að í þetta skiptið yrðu verkin látin tala. Trúlega fullmikil bjartsýni hjá minns. Vona ég samt sem áður að rödd samvisku þeirra sé nógu sterk til að þau standi sig, ég held alla vega í vonina þar til annað kemur í ljós.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Rússnesk rúlletta
30.10.2007 | 15:41
Hvað er eiginlega í gangi! Svona svakalegt kæru og hugsunarleysi er bara einum of mikið, ætli hugsunin sé ekki, æi þetta er svo stutt, það kemur ekkert fyrir mig, vonandi að maðurinn hafi vaknað og útvegað sér öryggisbúnað sem henta fyrir 2 ára börn. Persónulega finnst mér að sektin fyrir svona geggjun ætti að vera himinhá.
Svo er það ölvunaraksturinn sem er orðinn skelfilega algengur, eða eftirlitið hertara, sem er auðvitað bara gott mál. Þetta er farið að minna á mig ýskiggilega á rússneska rúllettu, hvað skyldu margir sleppa og keyra um göturnar í annarlegu ástandi? Mig hryllir orðið við öllum þeim ökuföntum sem örugglega sleppa oftar en ekki.
![]() |
Með tveggja ára barn í framsætinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ritræpa
30.10.2007 | 15:14
Mikið rosalega er veðrið hundleiðinlegt, rigning og endalaust rok, ég sem þarf að skrönglast í fæðingarbæinn minn, sum sé Reykjavíkina. Nú verð ég sko að mæta í skólann, ég hef ekki komist tvö síðustu skipti, en æft mig þess meira heima. En fyrst þarf ég að útrétta eitt og annað sem mér finnst ekki skemmtilegt og allra síst í svona fúlu veðri. Vá! hvað er ég eiginlega að velta mér upp úr veðrinu, þvílík sjálfsvorkunn í gangi hjá minni.
Annars ætla ég að eiga góðan dag og líka gott kvöld, ég ætla líka að muna að vera þakklát fyrir það sem ég hef, sem er ekki lítið
Lífið er einfalt, hvers vegna að flækja það, hvers vegna ætti ég að velja hlykkjóttu leiðina þegar beina brautin liggur fyrir framan mig? Þegar ég býst við því besta í lífinu dreg ég það að mér, þess vegna ætla ég að byrja á að vænta þess besta í öllu og öllum og sjá það verða að veruleika.
Kæru vinir. megið þið eiga góðan dag
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Afmæli
30.10.2007 | 14:02
Til hamingju með daginn elsku pabbi.
Já hann pápi minn á afmæli í dag. Og ég er svo heppin að eiga besta og flottasta pabbann í heimi.
Ég kíki í heimsókn á eftir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Framfarir.
29.10.2007 | 23:00
Góður dagur í dag Það eru svo miklar framfarir hjá syni mínum að það er bara ótrúlegt. Rétt um einn mánuður síðan hann byrjaði á þessum lyfjum sem hann er á núna og hann er sko allur annar. Greiningin hans er samt ekki búin við förum aftur eða öllu heldur hann í áframhaldandi viðtöl og próf. Honum er strax farið að fara fram í skólanum, svo er hann orðinn svo virkur þessi elska og duglegur. Hann kemur okkur sífellt á óvart, síðast í dag þegar hann tók herbergið sitt í allsherjartiltekt og hreingerningu, skokkaði óumbeðinn niður í þvottó að sækja ryksuguna og ryksugaði svo barasta á fullu með þungarokkið í botni. Við erum sko að tala um strák sem fyrir einum mánuði hefði ekki dottið í hug að taka til hjá sér hvað þá framkvæma það. Svo er hann komin með liftingalóð og liftir alveg á fullu, borðar eins herforingi og er alltaf brosandi
Bara yndislegt líf.
Kærleikurinn er tungumál þagnarinnar, hann þarf ekki að tjá með orðum, við getum gefið hann og tekið á móti honum án orða.
Kærleikurinn er alþjóðlegt tungumál sem við skiljum með hjartanu en ekki með huganum.
Svo býð ég góða nótt kæru vinir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)