Færsluflokkur: Bloggar

Eftir hverju var hann að bíða.

Af hverju ætli hann hafi beðið þar til hann var orðin 570kg? Ég meina ég hélt að þetta væri bara ekki hægt, og hvernig í ósköpunum ætli maðurinn framfleyti sér, eitthvað kostar nú fæðið ofan í gaurinn. Svo er ég stundum svo mikill pælari, þannig að ég var að pæla í því hvernig hann þrífur sig, eða náttla gerir hann það ekki sjálfur, enda ekki á færi eins manns svo sem, ég skil bara alls ekki hvernig hægt er að þrífa allar fellingarnar svo einhver mynd sé á. Helst dettur mér í hug að kraftslanga sé látin spúla hlunkinn, ekki að mér komi það nokkurn skapaðan hlut við, datt þetta bara sonna í hug.


mbl.is Þyngsti maður heims léttist um 230 kíló
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sykur!

Jæja þá er mar loksins búin að setja inn nýjar myndir, alltaf so lengi að koma því í verk.

Það sem mér liggur á hjarta núna er sykurneyslan okkar, mér finnst svo pirrandi að það sé verið að troða sykri í nánast allt. Eins og til dæmis jógúrt, í einni pínulítilli jógúrtdós er hvorki meira né minna en 5 stk. sykurmolar, við erum að tala um kannski nokkrar teskeiðar af jógúrti. Kókómjólkin er sömuleiðis uppfull af sykri, það eru meira en 5 sykurmolar í pínuponsu fernu, æji ég man ekki hvað hún er mörg grömm, skiptir heldur ekki öllu. Mér finnst þessi sykurneysla okkar vera komin út í algjöra vitleysu, sykur, sykur, sykur! Og ég er sko í sykurfráhaldi, sem er bara alls ekkert auðvelt í þessu bandbrjálaða sykurneyslusamfélagi okkar.

Annars er ég alveg hundlasin, með hálsbólgu, kvef og hósta, eins og meginþorri þjóðarinnar. Held ég komi mér barasta undir sæng í von um að ég verði betri á morgun.

Gangið í gleðinni.InLove


Bjór í heimabyggð.

Eins og það skipti nú höfuðmáli hvar mjöðurinn er bruggaður, allt rennur þetta ljúft niður í landann. Og flestum bjórþömburum er örugglega nokk sama hvar bjórinn er búin til. Annars getur svo sem vel verið að næsta krafa verði: Bjór í heimabyggð Tounge Hvað veit ég? Ekki mikið, enda bara að bulla einhverja steypu.
mbl.is ÁTVR brýtur reglur EES
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já einmitt.

Já einmitt! Það er löngu hætt að vera frétt að atkvæðasmalarnir lofi frá sér glórunni, og standi aldrei við eitt né neitt, það væri miklu heldur frétt ef einhver silkibrókin í stjórnarliðinu stæði við þó ekki væri nema eitt loforð.
mbl.is Fjórtán milljarða króna loforð fyrir kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eymingja fólkið.

Eymingja fólkið þarna fyrir vestan, það er svo þreytandi að hafa þessa hættu alltaf hangandi yfir sér, sumir þurfa sífellt að vera að rýma húsin sín, og flytja inn á aðra. Sú var tíðin að ég bjó þarna á hjara veraldar, það var oft erfitt fyrir borgarbarn eins og mig, það var sko heilmikið mál að skreppa einhvern spotta yfir háveturinn, enda entist ég ekki lengi á vestfjarðarkjálkanum, bjó þar þó í 2 ár. Hins vegar var alltaf gaman að koma vestur yfir sumartímann, og dvaldi ég oft þar í góðu yfirlæti hjá ömmu minni og afa á Ísafirði. En fólkið sem endist til að búa þarna ár eftir ár og áratug eftir áratug, á sko hrós skilið, já það á hrós skilið fyrir að halda þessum stöðum í byggð, ekki vildi ég sjá allt leggjast í eyði á þessum annars hrikalega fallega stað, það er Vestfjarðarkjálkanum.
mbl.is Snjóflóð féll á Óshlíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sæli nú.

Sælt veri fólkið! Þá er mar búin með gönguna, hrikalega hressandi að labba sonna þegar flestir eru í fastasvefni, ja nema náttla ég, og kannski fáeinir aðrir. Annars er ég bara spræk, búin að koma örverpinu mínu í skúllen, og búin að vekja heimasætuna, því það er líka skóli hjá henni. Svo ég dúllast þá bara eitthvað, nenni ekki að pakka niður, ég nenni eiginlega engu þessa dagana. En það er skóli hjá mér í kvöld og sonna, bara gott mál. Svo þarf ég endilega að fara að drífa mig með hann Polla minn í bólusetningu og læknisskoðun, láta kíkja á prinsinn.

Ég hef verið að kíkja á rúm, ætla nebbla að fá mér nýtt, líst asskoti vel á rúmin í Betra Bak. Svo er ég líka að kíkja eftir nýjum sófa, kannski ég fái mér hornsófa, annars er ég alls ekki viss um hvernig sófa mig langar í, en ég kemst nú örugglega fljótt að því. Það er farið að styttast í flutninginn, þannig að það er eins gott að ég fari nú að lúskrast til að pakka einhverju af þessu dóti mínu niður í kassa.

Svo er hún Svandís mín nú bara að byrja í bílatímum á föstudaginn, omg! Ég veit eiginlega ekki alveg hvað mér finnst um það mál, ætli það sé þá ekki bara best að ég segi bless við bílinn minn. En ég get þá altént notað dömuna í sendiferðir, þegar hún verður búin að rífa af mér bílinn. Jæja ekki meira að sinni. Verið góð við hvort annað og líka við ykkur sjálf, þið eigið það skilið.


Brosum framan í heiminn.

Ég sem hélt að ef ég brosi framan í heiminn, að þá brosi heimurinn til mín, ég hef einmitt talið að sé gott vopn gegn þunglyndinu og öðrum andlegum sjúkdómum að brosa bara nógu mikið. En öllu má nú svo sem ofgera, japönsku konurnar brosa eftir því sem mér skilst alveg viðstöðulaust, það er rétt á meðan þær sofa sem þær hætta að brosa, og þó ekki allar, sumar brosa nebbla líka sofandi.Grin


mbl.is Varað við of miklu brosmildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Andlega fötluð á höfði.

Þvílíkur endemis hroki! Eins og það hafi eitthvað með kynhneigð fólks að gera, hvort það hugsar vel um dýr. Svona fólk er náttla alvarlega fatlað á höfði, það segir sig nú sjálft.
mbl.is Sektuð fyrir að neita að selja lesbíu hvolp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hellú!

Hellú! Smá fréttir af mér og mínum, ég er í óða önn að pakka niður, eða sona þegar ég nenni, fæ íbúðina 1. Mars. Ég og Systan mín fórum á haugana á laugardaginn með eina 9 ruslapoka, fullum af drasli. Það er soldið skrítið að uppgötva hvað mikið af allskyns drasli fylgir manni, það er sko allt annað en auðvelt að komast í gegnum þetta. Hvenær skyldi maður hafa vit á að henda fötum jafnóðum og maður hættir að nota þau, nei nei, um að gera að geyma þau nógu lengi, maður gæti nú þurft að nota þau, það gæti til dæmis komið kreppa og þá væri nú aldeilis gott að grípa til gömlu garmana.

En já, ég vildi að til væri sjálfvirkur niðurpakkari og sjálfvirkur sorterari, sem myndi sortera gömlu garmana frá og svo myndi apparatið náttla koma draslinu á haugana. Eitthvað reyni ég svo bara að selja, eins og stóra hundabúrið sem er svo til ónotað, Polli vill bara vera í þessu litla. Annars er ég svakalega léleg í að selja þetta dótarí mitt, kannski ég selji stólana og sófann, hver veit?

En best að halda áfram að pakka og henda, eigið góðan dag.


Jamm og jæja.

Jamm og jæja! Allan andskotann er nú hægt að selja, en ætli konan hafi aldrei á þessum fimm árum ryksugað undir sófapullunni, ekki það að mér komi það eitthvað persónulega við, var bara sonna að pæla.Allt selst á netinu, meira að segja gamalt súkkulaðistykki.
mbl.is Gott verð fyrir gamalt súkkulaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband