MA og PA.
6.6.2007 | 00:01
Í morgun hringdi mín elskulega mamma og sagði mér að pabbi væri veikur og þyrfti að koma á heilsugæsluna. Ég brunaði auðvitað beint til þeirra og pabbi minn var sko greinilega orðin eitthvað veikur, mér leist bara ekkert á blikuna og vildi hringja á sjúkrabíl, en nei nei það vildi nú hann pabbi kallinn ekki heyra á minnst þó hann ætti erfitt með að standa, hann er ekki mikið fyrir að kvarta hann elsku pabbi minn. En hann var lagður inn til rannsókna og vona ég að hann þurfi ekki að liggja lengi inni, honum finnst hundleiðinlegt að vera á spítala. En það er hins vegar frábært hvað skjótt er brugðist við og allt staffið svo elskulegt hér á sjúkró. Þetta hefur verið erfiður dagur, ég lenti í ömurlegu atviki í kvöld sem ég er ekki búin að vinna úr ég vona að ég verði búin að hreinsa það úr kollinum mínum á morgun, eftir góðan nætursvefn. Góða nótt og sofið rótt
Dúlls.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Börnin orðin stór
5.6.2007 | 01:57




Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Dúllerí Dúll
3.6.2007 | 01:24
Var að detta inn úr dyrunum rétt í þessu, er sem sé búin að vera að næra sálina í allan dag og í gærkvöldi líka. Aldeylis búin að vera frábær helgi hjá mér, við fórum saman nokkrir góðir vinir í Reykjavíkina og áttum þar yndislegar og ógleymanlegar stundir ásamt einstaklega hjartahlyjum manneskjum. Mig skortir orð til að lýsa náungakærleiknum sem sveif einhvernvegin í loftinu Það eru svo sannarlega forréttindi að fá að njóta handleiðslu fólks sem ber jafn mikla umhyggju fyrir öðrum í fullkomnum einfaldleika................ Bara Sætt
Ég ætla að svífa inn í draumalandið, orðin soldið sybbin
Endurnærð á sálinni, en boddýið vill fá sína næringu sem akkúrat núna mun vera góður nætursvefn.... Góða nótt Dúllur Sofið rótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bannað að reykja.
1.6.2007 | 01:04
Ja hérna! Þá er maður búin að pota niður sumarblómunum í blíðunni, aldeilis frábært. Svo er nóg að gera í naglaásetningum þessa dagana, gaf mér samt tíma til að setjast inn á Skrúðgarðinn með góðum vinum og sötra súkkulaði með miklum rjóma mmmm Þá er reykingabannið gengið í garð, margir ánægðir með það en aðrir skiljanlega hundfúlir. Mikið er ég fegin að vera ekki lengur þræll sígarettunnar og þurfa þar af leiðandi ekki að geðvonskast og reita hár mitt í taumlausri sjálfsvorkunn yfir að mega ekki blása lífshættulegum eiturgufum yfir mann og annan. Ég hef þá trú að fólk eigi alveg eftir að sætta sig við bannið með tímanum, það verður smá rembingur í hávaðaseggjunum til að byrja með, en fáir eru svo illa settir að ekki örli á svolítilli siðgæðisvitund ef þeir kafa djúpt.
Ég væri sjálfsagt ein af þessum brjóstumkennanlegu fórnarlömbum ef ég hefði ekki verið svona heppin að losna frá reykingabölinu. Ég hætti aðalega vegna þess að ég vildi ekki enda eins og hver önnur sígarettubuxnavasahengilmæna "lengsta orð sem ég kann" Annars é hófið best í öllu.
Allt kann sá er hófið kann
Aldrey skartar óhófið
Skömm er óhófs ævi.
Jæja þá er komin háttatími hjá rugludöllum eins og mér, góða nótt og sofið rótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Skipulagt kaos.
31.5.2007 | 00:01
Jæja loks er tími til að slaka á og blogga smá, stundum er allt vitlaust að gera og sveim mér þá ef ég tek ekki stærri bita en ég get tuggið þessa dagana Lofa upp í ermina á mér hvað eftir annað. Til dæmis er ég búin að bóka mig á þremur stöðum kl eitt á föstudaginn, gott hjá mér! Ekki það ég telji mig eitthvað ómissandi, kanski þarf ég bara að skipuleggja mig örlítið betur. En mér finnst að mér eigi nú að fyrirgefast svona smotterí þar sem ég er snillingur í að hafa mjög gott skipulag á kaosinu. Annars er ég svo dæmalaust glöð með að sumarið sé komið
Skrapp með vinkonu upp í sveit áðan og komst bara í svona útilegufíling, eða sveitahúsafíling "hvað sem það nú er" allavega er ég orðin soddan kveif að ég nenni ekki að sofa í tjaldi, tjaldvagni , fellihýsi eða hvað þetta nú allt heitir, ég vil bara sofa í rúmi í húsi og hana nú. En sú var nú tíðin að ég vílaði ekki fyrir mér að sofa í örþunnu tjaldi í 1. gráðu hita enda var ég fasta gestur á útihátíðum landsins. Já já þeir tímar er löngu liðnir sælla minninga
ég get svo sem ekki sagt að ég sakni þeirra sérlega mikið. En sumarið er tíminn, það er á hreinu ég elska náttúruna, gróðurinn, og yndislegu fuglana, eða þá dýrin, hestana beljurnar og bara allt, sennilega komin tími á að enda núna, læt fylgja klausu úr Sölku Völku sem mér finnst svo falleg.
Ekkert á jörðinni er eins yndislegt og sönn ást milli pilts og stúlku í góðu veðri um nótt á vori, þegar hestarnir eru sofnaðir í túninu Bara fallegt. Góða nótt dúllur og sofið rótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
hvítasunnumorgun
27.5.2007 | 23:46




Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5 stjörnu sjúkrahús
26.5.2007 | 00:10

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hvar er sumarið.
22.5.2007 | 00:01
Vá ekki alveg að standa mig í blogginu, það hlítur að vera svona mikið að gera hjá mér Hvað er annars með sumarið? Ótrúlegt að júní sé rétt handan við hornið, frekar eins og jólin séu á næsta leiti. Eins gott að ég fer á Spán eftir tvo mánuði
Ég get þó huggað mig við það ef sumarið fer fram hjá Íslandi í ár. Annars trúi ég því að það komi í næstu viku, um að gera að vera pínu bjartsýn. Þegar sólin skín á gleði mín sér engin takmörk, það verður einhvernvegin allt svo auðvelt og skemmtilegt svo verður allt svo óendanlega fallegt, eða það finnst mér. Aftur á móti í rigningu verður allt svo ömurlega drungalegt og grátt, þá held ég að sálin verði pínu krumpuð. Ég reyni nú samt að láta ekki veðrið stjórna mér, en það hefur vissulega áhrif. Jæja svo ég vaði nú úr einu í annað, ef ég ætti eina ósk þá myndi ég óska mér að inni á baðherberginu mínu væri einhverskonar maskína sem tæki notuð handklæði þvæði, þurrkaði og hengdi þau síðan upp, þá myndi líka vera aðeins eitt handklæði á mann, maskínan yrði að veiða handklæðin upp í sig sjálf því annars kæmi hún ekki að neinu gagni á mínu heimili, unglingarnir mínir hljóta að svitna óeðlilega mikið, alla vega miðað við baðferðir þeirra, ekki sjaldnar en tvisvar á dag, þrisvar ef mikið stendur til. Svo er nú aldeylis ekki hægt að láta eitt handklæði duga daginn og alls ekki hægt að nota sama handklæði tvisvar. Þvottavélin mín fær aldrey
stundlegan frið ekki þurrkarinn heldur, meira að segja er ég endalaust að þvo gallabuxur, svo skilja blessaðir krakkarnir ekkert í að fötin þeirra upplitist meira en annara
En þau vitkast örugglega með árunum þessar elskur þangað til nöldra ég yfir þessu óþolandi þvottastússi. Best að koma sér í koju svo ég verði nú spræk í þvottahúsinu á morgun
.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Lífsins gæðum er misskipt
23.4.2007 | 16:27
Mér varð illt í hjartanu eftir kompásþáttinn í gær Þvílík eymd og yfirþirmandi sársauki sem sum mannanna börn búa við.
Hvernig ætli að það sé að horfa upp á barnið sitt deya úr hungri?
Hvernig ætli það sé að láta barnið sitt í hendur bláókunngs fólks í von um betra líf því til handa?
Hvernig ætli að það sé fyrir barn að horfa upp á foreldra sína deya hægt og kvalarfullt?
Hvernig ætli það sé fyrir barn að eiga engan að í öllum heiminum?
Hvernig ætli að það sé fyrir barn að búa á götunni innan um barnaníðinga og samviskulausa glæpamenn?
Mig skortir ýmindunarafl ! Ég get með engu móti gert mér í hugarlund hvernig þeim líður og það getur örugglega engin nema hafa reynt það sjálfur. það hlítur að teljast vansæmd og siðleysi mannkynnsins að svona lagað sé að gerast út um allan heim í dag. Við sem höfum allt af öllu erum sívælandi og óþolandi upptekin af sjálfum okkur, við erum svo fljót að gleyma í öllu neyslubrjálæðinu og alsnægtunum. Það væri ekki vanþörf á að hafa svona þátt á hverju kvöldi eftir fréttir, ég vildi óska að fréttamenn væru uppteknari af þessum mannana börnum. Mér fannst t.d. alveg fáránlega kjánalegt hvað mikið var gert úr brunanum í Lækjargötunni er ég þó aðdáandi gamalla húsa og verndun þeirra upp að vissu marki. Ég get samt ekki skilið hvernig á að vernda hús sem er brunnið til kaldra kola, ekki finnst mér heldur sagan af þessu húsi merkileg og því síður skemmtileg, þó Jörundur hafi búið þar og einhver pissfull lögga hafi dansað þar Kanski það sé hin fræga menning okkar íslendinga sem menn vilja geta státað sig af að hafi farið fram í þessu stórmerkilega húsi undanfarin´misseri, þar sem sannir íslendingar hnöppuðust saman í biðröð til að fá að kaupa sér áfengi á uppsprengdu verði, verða sjálfum sér til skammar og öðrum til leiðinda. Já mikill er nú metnaðurinn og þjóðernisástin, það er átakanlegt að horfa upp á siðmenntað fólk klappa misvitrum menningarvitum sem allt vilja vernda"þó þeir hafi jafnvel ekki hugmynd um af hverju) lof í lófa
Jæja nóg komið í bili bæjó spæjó.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ungbarnalykt
9.4.2007 | 23:16
Er til betri lykt en ungbarnalykt? Ég vil nú meina að hún sé ekki til, ég elska lyktina af litla sætakoppnum mínum meir en allt Við vorum sum sé barnapíur, ég og afi gamli síðustu nótt og sváfum þar af leiðandi með annað augað opið og fallegasta barn veraldar á milli okkar
Það er annars svo stórkostlegt að fá að taka þátt í lífi þessa litla einstaklings, ég fyllist einhvernvegin svo mikilli auðmýkt og þakklæti fyrir þessa dýrmætu gjöf. Ég mun gara allt sem í mínu valdi stendur til að vernda hann fyrir því illa og ljóta í heiminum.
Allir fæðast saklausir í þennan heim..... því er það dapurleg staðreynd að menn halda ótrauðir áfram að drepa hvorn annan í nafni Guðs. Margir eru þeir sem telja sig vera ákaflega trúaða, en það sorglega við þá er að þeir eru alltaf að rugla sér saman við Guð.
Sumir hafa jafnvel atvinnu af því að segja okkur hinum hvað stendur í Biblíunni! Að samkynhneigð sé synd og svo framvegis, hvernig í ósköpunum vita þeir það og hvað vita þeir hvað er satt sem stendur í Biblíunni, er það ekki annars merkilegt að hægt sé að halda úti sjónvarpsþætti með einhverjum sjálfsskipuðum trúboðum? Mér er að minnsta kosti ofviða að skilja tilganginn með þessari sjónvarpsstöð, það er hreint ekkert svo slæmt að þeir geti ekki lagað það með kraftaverki
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)