Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
Hvar er umburðarlyndið?
13.9.2008 | 20:31
Bloggarar liggja aldeilis ekki á skoðunum sínum þegar svona nokkuð kemur upp, mér er gjörsamlega fyrirmunað að skilja hvað fólk getur verið illgjarnt í garð fólks sem það þekkir akkúrat ekki neitt, sjálf þekki ég ekkert til þessa manns né annarra sem þarna voru að mótmæla, enda dettur mér ekki til hugar að drulla yfir þau eða hefja þau upp til skýjanna.
Hvernig væri nú samt sem áður að sýna þó ekki væri nema smá umburðarlyndi gagnvart þessu fólki, að minnsta kosti þar til ljóst er orðið hvort þau hafa eitthvað brotið af sér.
Ég finn til með þeim, auðvitað líður þessu fólki illa enda sjálfsagt búið að þola miklar hörmungar í sínu heimalandi.
Það kostar ekkert að rækta með sér náungakærleika og umburðarlyndi til handa þeim sem eiga um sárt að binda.
Hælisleitandi mótmælir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Jólagjöfin í ár.
13.9.2008 | 18:40
Pleó er jólagjöfin í ár, gæti ég trúað í það minnsta, sem minnir mig á að einu sinni voru mín börn lítil og alltaf var eitthvað kvikindi nýkomið á markaðinn sem mitt smáfólk þurfti að eignast í einum grænum, eitt sinn voru það pokímon, þá öglý eitthvað, apaskott með fæðingarvottorð og skírnarnafn upp á vasann, sýndargæludýr sem ekki voru stærri en eldspítustokkur, þau gáfu nú samt sem áður frá sér hin ýmsu hljóð, grenjuðu, hlóu og ég veit ekki hvað og hvað, gremlins, körfuboltamyndir, pox, spise girls glös, diskar, myndir, peysur, bolir og meira að segja nærbrækur, já sú var tíðin að mín dama fór ekki út úr húsi öðru vísi en í kryddpíu alklæðnaði, svo voru það anorexíudúkkurnar "Brads" sem betur hefðu aldrei verið framleiddar, þau voru miklu fleiri kvikindin sem öll börn urðu að eignast á þessum árum, minni mitt er bara orðið svo gloppótt að ég man ekki hvað allt þetta drasl hét, þó var þetta hátíð miðað við annað tímabil sem rifjaðist upp fyrir mér, en það voru sko alvöru gæludýr, hamstrarnir trónuðu efstir á vinsældarlistanum um árabil með öllum sínum kostum og göllum, einn dó úr krabbameini annar úr elli og fleira í þeim dúr og allir voru þeir jarðaðir með viðhöfn í garðinum, svo voru það fuglar, fiskar, froskar, kisa, hundur....... >>Já einmitt nú erum við barasta 4 í heimili, 2 unglingar, 1 mamma og einn hundur, ég held svei mér þá að það hafi alltaf verið einhver gæludýr á þessu bráðskemmtilega heimili mínu.
Þó gengu krílin of langt fyrir nokkrum árum þegar þau þegar þau tóku upp á að bjarga músum í stórum stíl úr klóm heimiliskattarins, þau nebbla létu ekki nægja að bjarga músunum heldur voru þær teknar í hjúkrun og búið um þær ýmis í hamstrabúri eða skálum og þeim gefið að borða, svo voru kvikindin falin í herbergjum barna minna.....þar til ég fann þær mér til mikillar hrellingar...omg! Man hvað ég öskraði þegar ég fattaði trixið hjá krökkunum.
Pleo seldist upp í Danmörku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ekki kreppa!
13.9.2008 | 17:44
Ekki kreppa segir Gorgeir! Hum ég er ekki alveg að skilja kallinn, að minnsta kosti segir mín budda að hér ríki hálfgert kreppuástand, ég hélt að svona mikil verðbólga þýddi KREPPU.
Það er nákvæmlega sama hvar borið er niður, allt hefur hækkað óþyrmilega í þessu landi.
Að reka eina bíldruslu er orðinn hinn mesti munaður, að kaupa í matinn er nú ekki beint billegt, svona væri endalaust hægt að halda áfram, að hafa þak yfir höfuðið kostar ekki lítið heldur, þetta kerfi okkar hér á klakanum er ómanneskjulegt að allt of mörgu leyti, mér segir svo hugur að þetta stjórnmálalið verði bara að fara að spýta í lófana og það STRAX.
Ég trúi ekki öðru en almenningur í landinu sé búin að fá sig fullsaddan af þessu andskotans fokki þarna á alþingi, Gorgeir og hans hyski ætti að hafa vit á að taka hausinn út úr rassgatinu á sér og láta eitthvað standa eftir sig, ég er alla vega löngu orðin hundleið á aðgerðarleysi þessarar ríkisstjórnar og hana nú.
Ekki rétt að tala um kreppu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Er Beta bytta?
13.9.2008 | 11:08
Beta Bjútí kvín er meira en lítið ölkær snáta,
dáldið léleg afsökun hjá hirðinni að mjöðurinn hafi átt að fara eitthvað annað, samt vissi ég ekki að skrukkunni dygði ekki minna en tólf kútar,
hún hefur líka örrgla átt von á drykkjufélögum sínum í heimsókn,
já það er sko ekki allt sem það er séð kóngaliðið
Beta fékk bjór | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
En heimilislegt
12.9.2008 | 19:34
Ekki beint huggulegur félagskapur á dollunni í þessu húsi,
heppilegt að engir voru íbúarnir, slangan hefur greinilega etið yfir sig og endað í djúpum skít
Kyrkislangan stíflaði niðurfallið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvað með Árna Jonhsen?
12.9.2008 | 14:40
Gert að segja af sér eftir dansatriði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Alvarlega sjúkur maður.
12.9.2008 | 14:24
Mikið ofboðslega er þessi maður sjúkur, ég get ekki með nokkru móti ýmindað mér hvernig hægt er að vera svona hryllilega grimmur, mannvonskunni eru greinilega engin takmörk sett.
Það sem mér finnst svo óendanlega átakanlegt er að hann hafi komist upp með þetta í 24 ár, að hann hafi óáreittur getað svalað afbrigðilegum fýsnum sínum í fullkomnum friði fyrir umheiminum í meira en tvo áratugi. Ég ætla rétt að vona að hann sleppi aldrey út á meðal fólks þessi, þessi, já ég á bara ekki til lýsingaorð til segja það sem við á.
Nauðgað þrisvar í viku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tjellingin mætt á svæðið.
12.9.2008 | 13:59
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)