Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
komið sumar
12.4.2008 | 15:45
Nú hef ég ákveðið að vorið sé komið, og þegar ég hef ákveðið eitthvað, verður því ekki breytt. Allt opið upp á gátt hér á holtinu, Polli í sólbaði of föt á snúrum. Yndislegt alveg hreint, það er nú meira hvað ég er alltaf umkringd karlmönnum, það ætla þrír gæar að borða hjá mér í kvöld og ég er að reyna að finna eitthvað gott til að elda oní þá. það er hins vegar þrautin þyngri að finna eitthvað út úr því, alltaf sama vandamálið. En ég sé örrgla eitthvað sneðugt í Kuffélaginu.
Það er sko komin sumarfílingur í mig, vantar bara grillið, hann pápi minn ætlar að koma með sitt svo bara grillum við á pallinum hér á holtinu í sömmer, best að drífa sig út í blíðuna með Polla, hann vælir við útidyrnar eins og stunginn grís, svo bæjó spæjó.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kreppa
12.4.2008 | 13:46
Fimmtug í fíkniefnasölu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Kræst!
12.4.2008 | 13:26
Kræst! Hann kannski kvænist bara huðnunni, eða segir maður það ekki? Ég vissi reyndar ekki hvað huðna var, hefði alveg eins geta verið búlgörsk kona. Las um gæa sem giftist geit til að fá aflausn synda sinna, man ekki í hvaða landi´það var.... Kannski að geitin geti gert hann ánægðan karlgarminn, vonandi alla vega.
Eiginkonuna fyrir geit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sorglegt
12.4.2008 | 12:25
Æji! Sorglegt, enda geta svona mál ekki farið öðru vísi en sorglega. Mér finnst dómurinn fullharður, ég geri mér fulla grein fyrir alavarleika málsins. Samt held ég einhvernvegin að það þurfi ekki svona harðan dóm til að drengurinn átti sig og snúi til betra lífs, sérstaklega ef hann á góða fjölskyldu sem stendur þétt við bakið á honum.
Ekki hef ég séð svona þungan dóm í barnaníðingsmáli á Íslandi. Og er alltaf jafn hissa á hve mildum höndum dómarar fara um nauðgara.
Dæmdur í 7 ára fangelsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sorglegt
12.4.2008 | 00:24
Það er, hefur alltaf verið og mun alltaf verða stúlkum hættulegt að lenda í klónum á sumum karlmönnum þegar þær verða ofurölvaðar, það er nefnilega nóg af til af karlmönnum sem eru meir en til í að notfæra sér ástand þeirra. Hvað ætli mörgum stúlkum hafi verið nauðgað þegar þær hafa verið í áfengisdái og ekki kært, þá meina ég í gegnum tíðina. Því miður allt of mörgum. Það er nefnilega mjög erfitt að að kæra þar sem þær sem í þessu lenda, eru yfirleitt ekki með neina áverka enda erfitt að berjast á móti þegar maður er meðvitundarlaus, og erfitt að sanna að um nauðgun hafi verið að ræða. Hins vegar veit ég að sú sem lendir í nauðgun af þessu tagi jafnar sig aldrei, hún þarf að kljást við það vera ekki trúað og dómhörku almennings.
Er núna farin að sofa, góða nótt aftur.
Sýknaður af ákæru fyrir nauðgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Hugleiðing inn í nóttina
11.4.2008 | 23:50
Jæja þá! Held það sé best að rúlla sér upp í rúm og svífa inn í draumalandið. Var að tala við Svandísina mína, hún er komin til Akureyrar og það púnteraði ekkert á leiðinni, búin að fá sér eina með öllu nema koktel og kók í bauk stúlkan, nei jók hún borðar ekki pulsur og drekkur ekki kók. Alveg synd að vera stödd á Akureyri og geta ekki keypt sér kók í bauk né fengið sér eina Akureyska með öllu nema koktel, fá svo mæru fyrir afganginn takk. En hún vissi að mæra fæst bara á Húsavík sú stutta, svona hefur mamman frætt frætt dömuna vel í norðlenskunni.
Jamm og jæja! Jóhanna Norska, ef þú lest ennþá bloggið mitt settu þá netfangið þitt í commentið hjá mér, ég er nebbla komin með nýtt símanúmer.
Smá hugleiðing inn í nóttina.
Eefið lífsreynsla í fortíð minni átti sér tilgang.
Ég mun sannfærast um gildi hennar og ég mun
treysta því að öll reynsla mín í dag sé mér nauðsyn
núna.
Æðri máttur mun leiða mig í gegnum hana.
Góða nótt kæru félagar og sofið rótt.
Gleymið ekki að vera góð við hvert annað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þar skitu....
11.4.2008 | 22:53
Ungir framsóknarmenn kalla eftir aðgerðum ríkisstjórnarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Skelfileg refsing
11.4.2008 | 22:40
Mér finnst alveg forkastanlegt að halda manninum í einangrun hvort sem hann er sekur eða saklaus. Ég sé heldur alls ekki hvaða tilgangi það á að þjóna. Ég er að reyna að ímynda
mér þá skelfingu sem þessi ungi maður hefur búið við síðastliðna mánuði, og ég bara get það ekki enda ekki reynt neitt í líkingu við það.
Vonin getur leitt okkur langt, en þegar þú ert lokaður inni aleinn og yfirgefinn held ég að góðar hugsanir séu víðs fjarri. Stundum koma tímar í lífi okkar sem við ráðum ekki við, stundum virðast vandamálin óyfirstíganleg og við missum alla stjórn á þeim aðstæðum sem við höfum komið okkur í, fæst okkar lenda sem betur fer í eins skelfilegum aðstæðum og þessi maður, aðeins 25 ára gamall. Að vera manneskja þýðir að við gerum mistök, ég trúi að það sé tilgangur með lífi sérhverrar manneskju, ég trúi að þessi maður sé ekki endilega neitt verri manneskja en ég. Lífið er ferli sem inniheldur vandamál sem er ekki alltaf auðvelt að leysa. Ef vandamálin eru vandlega einangruð er ekki nokkur leið að leysa þau, auðvitað á drengurinn að taka út sína refsingu, rétt eins og aðrir sem brjóta af sér, en aðfarir sem þessar eru ekki til þess fallnar að bæta nokkurn mann, heldur þvert á móti þetta er mannskemmandi og andfélagsleg refsing að mínu mati.
Einangrunarvist gerir engum gagn, hún bætir ekki nokkurn mann og þegar upp er staðið tapa allir.
Fundinn sekur í Færeyjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Rosalega er ég ekki hissa.
11.4.2008 | 20:15
þetta er einmitt ein aðal ástæðan fyrir minni léttu lund, ég hef alla mína hunds og kattatíð séð um heimilisstörfin á mínu heimili, bæði meðan ég var í sambúð og líka núna þegar ég er ekki í sambúð, þó kemur nú fyrir að afkvæmin mín rétti mér hjálparhönd, yngsti meðlimurinn er yfirruslakall, hefur það vandasama verk með höndum að fara með heimilisruslið út í öskutunnu. Stelpan mín raðar úr uppþvottavélinni, svona oftast nær. Ástæðan fyrir því að börnin mín sjá um þessi verk er sú að mér finnst þau svo afspyrnuleiðinleg, svo finnst mér reyndar líka hrikalega leiðinlegt að strauja, enda sleppi ég því alveg, þurrkarinn og útisnúrurnar sjá um strauiríið á þessu heimili.
Öll önnur húsverk finnst mér bara alveg bráðskemmtileg, nema kannski að skipta á rúmunum, börnin mín eru líka liðtæk á þeim vettvangi. Ég veit fátt leiðinlegra en að kúldrast innan um drasl, drullu og skít, bara ekki fyrir mig.
En það sem ég vildi sagt hafa er nebbla akkúrat þetta með geðheilsuna, karlmenn eru margir hverjir (alls ekki allir) svo andskoti geðfúlir og uppstökkir af því að þeir eru svo óþolandi latir þegar kemur að húsverkunum, aftur á móti erum við konurnar alltaf eitthvað svo léttar og skemmtilegar....
Þannig að ég er ekki hissa á að heimilisstörfin bæti geðheilsuna.
Heimilisstörfin bæta geðheilsuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lás á nauðgara
11.4.2008 | 19:34
Mér datt í hug hvort ekki væri þjóðráð að hanna lás á nauðgara og barnaníðinga, sé samt ekki alveg fyrir mér hvernig það gengi upp. Ég ætla að leggjast yfir þessa brilljant hugmynd mína og sjá hvort ég finn eitthvað patent ráð. Þetta væri í alvöru alveg meiriháttar forvörn og frábær lausn, ef þeir hefðu gerst sekir um kynferðislegt ofbeldi fengju þeir ekki að ganga lausir ólæstir.
Það er allt hægt á okkar dögum, eins og við sjáum alls staðar í kringum okkur. Bara hrinda hugmyndinni í framkvæmd, og kynferðisglæpum myndi snögglega fækka.
Lás á buxurnar til að draga úr vændi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)