Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Ömmu og afa ferðir!

Ömmu og afa ferðir! Börn eru orkumikil! Ekki alveg nýjar fréttir, sum markaðssetning er svo átakanlega kjánaleg eitthvað, nýjasta dillan er sú að smala saman örvasa gamalmennum eins og mér, senda liðið með barnabörnin upp í óbyggðir, eins og það er nú skemmtilegt, svo má maður barasta labba á sínum lúnu löppum, eltandi ungviðið upp um fjöll og fyrnindi. Síðan er boðið upp á gistingu í kofum þar sem allir kúldrast hver ofan í öðrum, gamlingjarnir mega svo standa í biðröð við prímus að sjóða pulsur og hita kakó ofan í grislingana. Þá á eftir að koma liðinu í svefn..W00t Og á fætur að morgni....Crying

Ég get nú ekki alveg sagt að draumaferðin mín sé akkúrat þessi ferð.

En sé samt fyrir mér að jólagjöfin í ár verði einmitt þessi hryllingur.

Umslag með fallegu korti og mynd af barnabörnunum auðvitað, í kortinu er svo mynd af úber fallegu húsi með arni, uppbúnum rúmum og kósíheitum sem erfitt er fyrir einmanna ömmur að standast, ferð fyrir þig elsku amma og "okkur" í sveitasælu í faðmi hárra fjalla. Heart

Ég ætla að frábyðja mínum börnum að þau skuli ekki voga sér að gefa mér svona ferð, nema ef hjólastóll fylgir, hann þarf ekkert að vera rafknúin, krakkarnir skiptast bara á að aka stólnum, enda uppfull af orku eins og segir í auglýsingunni..Tounge

 


mbl.is Ferðafiðringurinn kominn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Furðuleg árátta.

Furðuleg árátta að þurfa að svívirða legstaði þeirra sem látnir eru. Þvílík illska sem mannskepnan býr yfir, trú og pólitík Bandit kalla fram verstu og aumingjalegustu hvatir sem búa innra með manneskjunni.

Múslímar eiga pottþétt eftir að hefna grimmilega, enda ekki vanir að hafa hægt um sig ef þeim finnst á sig ráðist. Mér finnst alveg hrikalega dapurlegt hvernig geggjaðir vitleysingar eru sífellt að ögra þessum öfgahópum. Þeir sem hóta fólki lífláti fyrir að teikna grínmyndir af sínum æðra mætti, sitja tæplega aðgerðalausir yfir alvöru skemmdarverkum af þessu tagi.

 


mbl.is Grafir múslíma svívirtar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

oj oj!

Oj oj oj! Gaman fyrir þá sem hafa eytt löngum tíma í nám, fornleifafræðinám allt so, vera svo bara gruflandi í kúk alla daga.

Nei hæ. Varst þú ekki að útskrifast úr Háskólanum?

Jú einmitt

Og hvað ertu svo að jobba?

Ég er nú mest í mannaskítnum þessa dagana W00t


mbl.is Nýjar vísbendingar um fyrstu mennina í Ameríku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sunnudagshugvekja

Eins og þeir sem mig þekkja, vita að ég er ekki mjög sleip þegar kemur að tæknilegum tilfæringum, meira svona á mannlega sviðinu. Ég var sum sé að fatta hvernig ég get sett inn myndir á bloggið, já núna fyrst, ha ha ha LoL

Ég á nú eftir að fínpússa þessa nýju uppgötvun mína, fikta meira og læra meira. En helgin bara að verða búin og allt, hún hefur verið fín hjá mér, var með litla ömmuprinsinn á föstudagsnótt og við höfðum það geggjað kósí. Verst hvað hann Polli minn er hrikalega afbrýðisamur, ég var búin að fara með gaurinn upp í fjall og leyfa honum að hlaupa, hann hljóp stanslaust í meira en klukkutíma upp og niður út og suður, en það var ekki að breyta neinu, um leið og Haukur mætti á svæðið umbreyttist litla kvikindið med de samme.

En það er ekkert skrítið, Polli er vanur að vera númer 1 og finnst erfitt að deila athyglinni. Ausa sys var að hringja og bjóða Pollaling í fjallgöngu, þau ætla að skunda á Akrafjall, hvað annað? Ég og heimasætan ætlum hins vegar að skutlast í fermingaveislu, þá þriðju þetta árið, við ætlum að taka Hauk yfirkrútt með okkur. Snorri afmælisbarn ætlar að heimsækja pabba sinn, svo það verður barasta enginn heima á Holtinu á eftir. Svandís er í ræktinni, munur ef ég hefði drullast með henni... en nei nei ég nennti því náttla ekki, best að fara að græja sig fyrir veisluna.

Bæjó spæjó.


Snorri

p1220009.jpg

Svo ein í lokin, afmælisbarn dagsins.


Polli.

l 14917413c465cc13f1bf70473b492dd4.jpg

Sjarmatröllið,kallinn minn.


Haukur Leó

l 95de06974e706919d8fae67679e5f032.jpg

Sæti, sæti, Haukur Leó, ömmustrákur.


Sigrún

Mín fallega tengdadóttir.l df17f958a1e3650d7d1f069f68a57f82.jpg


Við tvær

l 961ade0d9baee6c57642c766c4ae7048.jpg

Ein af okkur mæðgum.


Siggi Már.

Siggi Már á Spáni

Hér er frumburðurinn minn.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband