Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Ég er lögbrjótur

Arrrrrrg! Sunnudagurinn hætti skyndilega að vera sæludagur, hrikalega er ég svekkt, ég var sem sagt að keyra heim til mín í rólegheitum og átti mér einskis ills von, ég sá svona út undan mér löggubíl með blikkljósum og við dóttir mín héldum að hún væri að fara að elta einhvern eða eitthvað, og jú mikið rétt hún var að fara að elta okkur, ég bara fattaði ekkert hvað hún var að glenna sig þarna, og hélt för minni áfram í sömu rólegheitunum, og loksins kveiki ég á perunni og fatta að hún er að reyna að fá mig til að stoppa, ég gat með engu móti séð það, enda blinduð af sólinni. Ég lét mér þó segjast og stoppaði bílinn minn, þess fullviss að löggimann væri bara að taka feil eða eitthvað þannig, en sei sei nei, stór og valdmannslegur löggumaður segist vera búin að gefa mér merki í gríð og erg og ég barasta hunsi hann, "skrítið" Jæja hann vill ólmur fá mig inn í bílinn til sín, og ég náttla hunskast á eftir honum, svo skipar hann mér að setjast afturí sem ég geri, og tjáir mér að ég hafi ekið allt of hratt eða á 50 kílómetra hraða þar sem ekki mátti keyra hraðar en 30. O boy! Ég hagaði mér bara vel og viðurkenndi brot mitt mjög auðmjúk og lét sem ég yðraðist sárt, í þeirri veiku von að hann myndi bara gefa skít í þetta og sleppa mér, en nei aldeilis ekki, hann var nú ekki á þeim buxunum, skrifaði skírslu á mig og allt, svo nú má ég eiga von á glaðningi upp á 15000 kall, eins og ég má nú eitthvað við því í þessu kreppukjaftæði öllu saman.....Frown Ég er sko ekki glöð, betra að þeir væru jafn duglegir að góma þá sem keyra virkilega hratt og óvarlega hér í bæ þessir kú....labbar Crying En ég verð að taka afleiðingum gjörða minna, ég braut lög um það verður ekki deilt, er samt hundsvekkt á bæði mér sjálfri og löggumanninum GetLost

Sunnudagur til sælu

sunnudagur til sælu Smile Ég og Haukur Leó ömmustrákur erum komin á ról og búin að snæða hollan og staðgóðan morgunmat eftir góðan nætursvefn. Við vorum sofnuð upp úr kl 22, og það á laugardagskvöldi, okkur fannst það alveg frábært. Ég er að hugsa um að skella mér í göngu til mömmu og pabba, með barn, hund og systir LoL Fá ilmandi kaffitár og jólakökusneið hjá mínum yndislegu foreldrum, það jafnast nú fátt á við sollis sunnudagsbyrjun. Obbo obb obbb, eitthvað er lyktin orðin grunsamlegSick af litla snúllanum mínum, svo mér er ekki til setunnar boðið mínútu lengur. ´Bæ Bæ alle sammen.

Fólk á bágt

Rosalega getur fólk á bágt, sjálfsagt hafa foreldrarnir trúað að guð myndi redda málunum, sjálf trúi ég á Guð, en ef börnin mín veikjast fer ég vitanlega með þau til læknis. Þegar að fólk missir sig í einhverju trúarrugli fara hlutirnir ekki vel, því miður er sorglega mörg dæmi til sem sanna það.


mbl.is Leituðu til Guðs fremur en lækna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er uppi í hausnum...............

Hvað er eiginlega upp í hausnum á þessu stjórnarliði? Ég er búin að fá svo gjörsamlega upp í kok af þessu liði, lægstu laun hækka um 18 þúsund krónur, ókey það eru lægstu launin, en hvað með okkur bótalingana? Jú mikil ósköp 4000 þúsund kall fyrir örorku og ellilífeirisþega, er ekki nóg komið af hræsni og lygum hjá þeim sem eru að rembast við að stjórna þessu landi? Stjórna hvað svo sem? Þessir vitleysingar eru svo úttroðnir af sjálfshyggju og uppteknir við að bjarga öllum eignunum sínum að þeir eru bara búnir að steingleyma sínum rammfölsku loforðum, sem stóð svo sem aldrei til að efna, og ráðherradruslurnar nenna ekki einu sinni að hafa fyrir því að svara því, af hverju þessir hópar fá ekki það sama og aðrir. Svo sigla þeir þjóðarskútunni í strand rétt eins og ekkert sé eðlilegra........ Það er svo megn skítafýla af öllu því sem þessi guðsvolaða ríkisstjórn snertir á að það er ekki gott að vera Íslendingur í dag.

Við sem erum öryrkjar og ellilífeirisþegar þurfum líka að borða, við þurfum líka að borga meira fyrir matinn eins og allir aðrir, við þurfum líka að borga meira fyrir bensínið og allt annað sem hækkar frá degi til dags, á meðan ríkisstjórnin situr ráðþrota á sínum rassi og borar í nefið.

Þessir plebbar ættu að segja af sér ekki seinna en núna, þetta er vita getulaust lið sem er allri þjóðinni til skammar, aðrar þjóðir eru nú farnar að grínast með efnahagskerfið á Íslandi, og þykir engum skrítið.


mbl.is Segja ekki staðið við samkomulag um hækkun bóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geggjað!

Geggjað maður! Þetta sístem hefði sko hentað mér, þar sem ég er ekki ein af þeim sem er fædd í barneignir, alltaf eitthvað basl hjá minni í fæðingastandinu, ég er ekki frá því að ég ætti fleiri börn hefði ég átt kost á að láta kallinn ganga með og fæða......LoL
mbl.is Þungaður karlmaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fárveikt fólk

Æji! Hrikalega ömurlegt hvað margir eiga bágt, þetta er trúlega svokallað útigangsfólk sem er fársjúkt á sál og líkama. Neyslan í allri sinni ömurlegu mynd, eymd þessa fólks er meiri en tárum taki. Ekki held ég að ráðamenn hafi minnsta skilning á hvað vesalings fólkið er að berjast við 24 tíma sólahringsins, það er engin sem óskar eftir að lifa svona lífi, mér finnst ótrúlegt hvað allt stjórnarliðið er áhugalaust um úrbætur gagnvært þessu FÁRVEIKA fólki, þetta eru ekki einhverjir aumingjar, þau eru VEIK og þeim er ekki sjálfrátt, þau þurfa hjálp og sjtórnmálaliðið ætti að hundskammast sín fyrir aðgerðaleysið.
mbl.is Búa í gámi í miðborginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara eitthvað bull

Heil og sæl. Ég er að setja neglur á mig sjálfa og ákvað að pikka eitthvað meðan ég er í lampanum, litla ömmumúslan mín kemur í næturpössun á eftir. Svo það verður gaman á Holtinu í kvöld Grin Annars er bara allt í gúdden, allir nokkuð spakir á bænum og léttir í lund. Við mæðgur ætlum að kokka taco ofan í okkur, en örverpið leggur slíkt sér ekki til munns, svo hann mun fá ORA fiskbollur með karrýsósu, já hann hefur löngum haft undarlegar matarvenjur, drengurinn sá Pinch Tími til að hætta núna og hunskast í þvottahúsið og sonna. Wink Bæ bæ

Geggjaður eða?

Sumt fólk er bara svo snargeggjað að það er algjörlega óþolandi. Hvað ætli þessi klikkhaus hafi eiginlega verið að hugsa? Eða skyldi hann yfir höfuð vera fær um að hugsa? Ég er ekki viss, en hann er talinn sakhæfur svo ekki hefur hann þá afsökun að hann sé ekki heill á geðsmunum. Hver skyldi tilgangurinn hafa verið? Það vakna margar spurningar þegar maður les um svona óhugnað, sem engin fást svör við.


mbl.is Fundinn sekur um að hafa sett dóttur sína í örbylgjuofn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vá!

Vá! Eru komin átta ár? Mér finnst ég hafi verið að heyra af þessu í gær. Sölumenn lyfsins þreytast ekki á að bjóða mér það til sölu, á hverjum einasta degi fæ ég póst með alls kynns gylliboðum, þeir ganga meira að segja svo langt í viðleitni sinni, að þeir  eru að reyna að gefa mér stinningarlyfið, mér af öllum, og ég sem hef ekkert til að láta stinnast á mér, en það vita sölumennirnir náttla ekkert um.
mbl.is „Bláa pillan“ tíu ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrítið!

Það ætti nú varla að koma á óvart, ekki finnst mér mikil ástæða til bjartsýni um þessar mundir, allt hækkar nema náttla kaupið. Það er nú heldur betur orðið vandlifað í veröldinni þegar fólk á ekki lengur fyrir salti í grautinn. Ætli maður verði ekki bara að fara að lifa á hundamat, sem væri svo sem ákaflega einfalt, ekkert eldunarbras og vesen, auðvitað byði mann upp á sósu með á sunnudögum og kanski lífrænan gróður beint úr garðinum, gras, sóleyjar og fífla, ekki þyrfti maður að kaupa rándýran áburð á gróðurinn, því þetta væri sko lífrænt, ég myndi nýta úrganginn úr honum Polla mínum sem áburð, sem sparaði mér að tína upp eftir hann, ekki slæmt það. Lífið yrði svei mér þá bara miklu einfaldara með þessu móti, held ég spái alvarlega í þessu, veit samt ekki með krakkana mína, þau eru nebbilega svo fáránlega matvönd. LoLLoLLoL
mbl.is Aukin svartsýni meðal íslenskra neytenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband