Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
Sæli nú.
12.2.2008 | 09:03
Sælt veri fólkið! Þá er mar búin með gönguna, hrikalega hressandi að labba sonna þegar flestir eru í fastasvefni, ja nema náttla ég, og kannski fáeinir aðrir. Annars er ég bara spræk, búin að koma örverpinu mínu í skúllen, og búin að vekja heimasætuna, því það er líka skóli hjá henni. Svo ég dúllast þá bara eitthvað, nenni ekki að pakka niður, ég nenni eiginlega engu þessa dagana. En það er skóli hjá mér í kvöld og sonna, bara gott mál. Svo þarf ég endilega að fara að drífa mig með hann Polla minn í bólusetningu og læknisskoðun, láta kíkja á prinsinn.
Ég hef verið að kíkja á rúm, ætla nebbla að fá mér nýtt, líst asskoti vel á rúmin í Betra Bak. Svo er ég líka að kíkja eftir nýjum sófa, kannski ég fái mér hornsófa, annars er ég alls ekki viss um hvernig sófa mig langar í, en ég kemst nú örugglega fljótt að því. Það er farið að styttast í flutninginn, þannig að það er eins gott að ég fari nú að lúskrast til að pakka einhverju af þessu dóti mínu niður í kassa.
Svo er hún Svandís mín nú bara að byrja í bílatímum á föstudaginn, omg! Ég veit eiginlega ekki alveg hvað mér finnst um það mál, ætli það sé þá ekki bara best að ég segi bless við bílinn minn. En ég get þá altént notað dömuna í sendiferðir, þegar hún verður búin að rífa af mér bílinn. Jæja ekki meira að sinni. Verið góð við hvort annað og líka við ykkur sjálf, þið eigið það skilið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Brosum framan í heiminn.
11.2.2008 | 20:01
Ég sem hélt að ef ég brosi framan í heiminn, að þá brosi heimurinn til mín, ég hef einmitt talið að sé gott vopn gegn þunglyndinu og öðrum andlegum sjúkdómum að brosa bara nógu mikið. En öllu má nú svo sem ofgera, japönsku konurnar brosa eftir því sem mér skilst alveg viðstöðulaust, það er rétt á meðan þær sofa sem þær hætta að brosa, og þó ekki allar, sumar brosa nebbla líka sofandi.
![]() |
Varað við of miklu brosmildi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Andlega fötluð á höfði.
11.2.2008 | 19:45
![]() |
Sektuð fyrir að neita að selja lesbíu hvolp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hellú!
11.2.2008 | 11:41
Hellú! Smá fréttir af mér og mínum, ég er í óða önn að pakka niður, eða sona þegar ég nenni, fæ íbúðina 1. Mars. Ég og Systan mín fórum á haugana á laugardaginn með eina 9 ruslapoka, fullum af drasli. Það er soldið skrítið að uppgötva hvað mikið af allskyns drasli fylgir manni, það er sko allt annað en auðvelt að komast í gegnum þetta. Hvenær skyldi maður hafa vit á að henda fötum jafnóðum og maður hættir að nota þau, nei nei, um að gera að geyma þau nógu lengi, maður gæti nú þurft að nota þau, það gæti til dæmis komið kreppa og þá væri nú aldeilis gott að grípa til gömlu garmana.
En já, ég vildi að til væri sjálfvirkur niðurpakkari og sjálfvirkur sorterari, sem myndi sortera gömlu garmana frá og svo myndi apparatið náttla koma draslinu á haugana. Eitthvað reyni ég svo bara að selja, eins og stóra hundabúrið sem er svo til ónotað, Polli vill bara vera í þessu litla. Annars er ég svakalega léleg í að selja þetta dótarí mitt, kannski ég selji stólana og sófann, hver veit?
En best að halda áfram að pakka og henda, eigið góðan dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jamm og jæja.
11.2.2008 | 11:22

![]() |
Gott verð fyrir gamalt súkkulaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Frábær árangur.
11.2.2008 | 07:46
Til hamingju Laufey! Geggjað þegar Íslendingar skara fram úr á erlendri grund. Vonandi verður hún bara fræg um allan heim fyrir sína hönnun. Alla vega er hún að standa sig frammúrskarandi vel, 2. sætið af 25 öðrum keppendum, BARA flott hjá Laufey.
![]() |
Verðlaun fyrir fatahönnun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Óþolandi þröngsýni.
11.2.2008 | 07:04
![]() |
Fjöleignarhúsalögin rangtúlkuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hvað með flugfreyjurnar?
11.2.2008 | 06:47
![]() |
Orrustuflugmenn á Viagra? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Að redda sér.
10.2.2008 | 22:53

![]() |
Ölvaður á stolinni dráttarvél |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Típískir ferðalangar.
10.2.2008 | 13:47

![]() |
Lögðu á lokaða Holtavörðuheiði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)