Óþolandi þröngsýni.

Váá... Hvað það er gott að þetta mál sé komið á hreint. Alveg finnst mér óþolandi þegar fólk er að væla og klaga hunda og kattaeigendur í tíma og ótíma, svo er þetta sama fólk kannski með börn sem þagna ekki nema rétt meðan þau sofa. Ég á sjálf lítinn hund sem geltir ekki, fer aldrei einn út, er aldrei bundin úti, og veldur engum ónæði. Og þó að aldrei heyrist í honum má ég ekki hafa hann í fjölbýli, aftur á móti er ekki mikið hægt að segja þegar börn æpa og orga til skiptis heilu sólahringana út í gegn. Nú eða þegar fullorðnu fólki liggur svo hátt rómur að maður heyrir orðaskil þegar það er ekki sammála, sem er kannski bara mjög oft. Mér finnst að það ætti að endurskoða þessi lög ekki seinna en núna, það eru svo margir sem eru á móti hundum bara af því! Svo finnst mér líka skipta töluverðu máli hvernig hund þú ert með, hvort hann veldur íbúum stigagangsins ónæði eður ey.
mbl.is Fjöleignarhúsalögin rangtúlkuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda

Þetta er nokkuð skírt fyrir fólk með meðal gáfur, það er með ólíkindum hvernig fólk hefur misnotað þessi lög til þess að koma sér niður á dýraeigendum, það var mál í fréttum í fyrra að mig minnir, og þar var maður sem bjó í enda íbúð með sérinngang, keypti íbúðina aðallega vegna þess að hann var með hund, heldur þú ekki að lögin hafi verið mistúlkuð og honum sagt að láta hundinn eða fara, greyið þurfti að láta hundinn, það sem er svo andstyggilegt við þetta allt saman er það að það var köttur í húsinu sem var með stigagang!! (semsagt íbúðirnar í húsinu voru í stigagang og svo var sér íbúð á jarðhæð með sérinngangi og hvergi sameiginlegt inni rími..!! ) 

Ég er með sérinngang og á yndislega nágrana, var með stóran hund sem er látinn (sakna hans svo) en á litla trippið mitt hahah og hann lætur heyra í sér af og til, en ekkert sem ónáðar, ég er svo fljót að skamma hann, krúttið gleymir sér af og til. 

Linda, 11.2.2008 kl. 07:38

2 Smámynd: hofy sig

Já það er alveg með ólíkundum hvað fólk getur verið ósangjarnt þegar dýr eiga í hlut, eins og það er yndislegt að hafa þessar elskur í kringum sig, ég er líka alveg sannfærð um, að það að alast upp með dýrum gerir börnum gott, ég hef alltaf verið með einhver dýr á heimilinu og börnin mín eru mjög miklir dýravinir, það horfði nú stundum til vandræða þegar þau voru lítil, þá áttu þau það til að bjarga músum frá kisunni okkar, og mýsnar voru settar í heimatilbúið búr og fengu ýmsar kræsingar að borða, en þau eru sem betur fer vaxin upp úr sollis löguðu.

hofy sig, 11.2.2008 kl. 11:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband