Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007
Dagurinn í dag
27.8.2007 | 00:45
Dagurinn byrjaði ekki vel og endaði illa Stundum verður lífið einfaldlega svo erfitt að manni liggur við uppgjöf. En áföll eru til að takast á við þau og það ætla ég að reyna, lífið heldur áfram hvað svo sem hver segir eða gerir, það er alveg morgunljóst. Mér finnst stundum að hlutirnir verði of flóknir, þá finnst mér ég vera að springa að innan einhvernvegin. Ég ætla svo sem ekki að skrifa mikið meira núna, enda svo galtóm innra með mér en þó líka svo uppfull af alls kyns hugsunum, vona að ég verði hressari á morgun, málin líta líka oft miklu betur út í dagsbirtunni.
Góða nótt og sofið rótt
Og endilega munið að vera góð hvert við annað
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ódýr trefill
25.8.2007 | 22:04
Úps hvað ég er södd og sæl minn maður bauð út að borða í kvöld, við fórum þrjú, við tvö og yngsta barnið á bænum, soldið skondið að dóttirin vaskaði síðan upp eftir okkur, hún er nebbla að vinna á Calito með skólanum. Við fengum svo glimrandi góðan mat nammi namm lambafile með þrusugóðu meðlæti, nú svo þurftum við Snorri auðvitað að fá okkur nammi í Bónusvídeó í heimleiðinni, ég er alveg að gubba ég er svo södd. Annars var ég að fletta fréttablaðinu í gær sem ég geri nú svona öðru hvoru, rak ég þá ekki bara augun í sonna tískusíðu og þar sem ég hef alltaf haft pínu fatadellu fór ég að rína í síðuna. Ókey! Belti á litlar 17.800kr. Taska á 39.800 en í boði er líka taska á 139.600 Einmitt! ég var akkúrat að spá í að kaupa mér tuðru á 139.600kr En rúsínan í pilsuendanum var svo TREFILL sem kostar skitnar 33.500kr en vá! Hann var nú líka dragsíður og var það að sjálfsögðu sérstaklega tekið fram, ég er enn að hlæja, sko síðan í gær sjálf myndi ég ekki vefja þessum forljóta og sjóðheita spotta um hálsin á mér, jafnvel ekki þó að ég fengi 33.500kr borgað fyrir það, og þó ég myndi svo sem láta mig hafa það. Það er líka hægt að fá þunnt pils, svona frekar tuskulegt fyrir 28.200 og þunnan stuttermabol fyrir 16.900 sem er nú alveg hræbillegt Ég þarf varla að taka það fram en ætla samt að láta fljóta með hvar hægt er sum sé að versla jóladressið í ár, hjá Sævari Karli í Bankastræti, Max Mara á Hvervisgötu og Miu Miu, þá vitið þið það Tja ég segi nú og skrifa eins og Hallgrímur Pétursson forðum.
Aldrey skartar óhófið.
Góða nótt og gangið hljótt inn í nóttina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lítið ljós
25.8.2007 | 00:21
Ég nenni ekki að skrifa neitt að ráði núna, ég er að passa litlu ömmumúsluna mína og hann er sofnaður upp í hjá afa sínum, það er alveg merkilegt hvað þetta litla ljós getur lýst upp allt í kringum sig, litli gleðigjafinn er búin að skemmta okkur gamla settinu vel í kvöld. Ég ætla að fara að leggja mig og njóta þess að kúra með litla kalli. Knús og kossar og hlýjar kveðjur til ykkar.............. Gangið hægt inn um gleðinnar dyr, þið sem eruð í þeim gírnum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Dingaling!
24.8.2007 | 00:53
Dingaling! Allir á fætur klukkan er orðin sjööö, sumir eru svakalega syfjaðir á þessum tíma sólahringsins, sonur minn yngsti er einmitt einn af þeim og finnst fátt leiðinlegra en að vakna í skólann. Mér finnst sjálfri afskaplega gott þegar regla kemst á ungana mína eftir óreglu sumarsins. Við mæðgurnar erum búnar að kaupa skólabækurnar, biðum ekki nema klukkutíma og korter í einni bókabúðinni í Reykjavík, brjálað að gera á skiptibókamörkuðunum. Svo byrjar sá yngsti í 9. bekk á morgun og þá fæ ég aftur að bíða í biðröð í bókabúð já já allt að gerast hjá minni. Hann spurði nefnilega hvort ég gæti ekki bara farið ein í þessa miður skemmtilegu verslunnarferð, og auðvitað sagði elsku mamma jú jú elskan ekkert mál. Þannig að ég held að ég komi mér bara í koju svo ég vakni nú á tilsettum tíma. Góða nótt elskurnar og sofið rótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Unglingar
22.8.2007 | 23:52
Unglingar! Já unglingar eru líka fólk, ég veit og þeir eru alveg dásamlegar verur. Sjálf var ég unlingur fyrir "nokkrum árum" nú ég tók líka þátt í að fjölga mannkininu seint á síðustu öld svo ég þekki þennan aldurshóp af eigin raun. Elsta afkvæmið mitt er sjálft orðið foreldri "ótrúlegt" svo á ég tvö " lítil" rosa fyndin, sko ég auðvitað, þeim finnst það samt ekki, því í augnablikinu eru þau sem sé unglingar og unglingum finnst foreldrar sínir ekki fyndnir, það er bara soleiðis " ég tala af reynslu " þegar ungunum mínum hættir að fynnast ég fyndin, hætta að hlæja af bröndurunum mínum og hætta að nenna að fíflast með mér þá eru þau að sigla inn í gelgjuna En mér finnst þau aftur á móti oft mjö fyndin og fer þá náttla að skellihlæja við lítinn fögnuð! Hva hvað var svona fyndið? Úps ég átti víst ekki að hlæja núna En mar er nú svo heppin að eiga litla ömmumús sem finnst endalaust gaman að krúslast með ömmunni sinni, svo bíst ég ekki við að dúllurnar mínar verði þjakaðar af ævarandi gelgjuskeiði. Annars svona í alvöru þá finnst mér unglingar í dag bæði skemmtilegir og eitthvað svo rosalega flottir upp til hópa, og ekki orð um það meir. Samt tuða ég svona temmilega, eins og foreldra er siður og reyni að kenna ungunum mínum íslenskt mál, þó ég sé ekki sérfræðingur á því sviði tel ég mig vera ágætlega máli farna. Þeim finnst aftur á móti nóg um þegar ég ryð úr mér rammíslenskum málsháttum ellegar brúka gamalt og gott málfar. Eins og til dæmis! Oft er gott það er gamlir kveða. Úr Hávamálum. Já sko þarna fór ég yfir strikið enn einu sinni, geturðu ekki bara verið með túlk með þér mamma? Eða talað venjulegt mál? Já ég ætti kanski að hugleiða það, og þó ég held ekki, ég reyni frekar að halda áfram að ganga fram af ungunum mínum með því að tala íslensku það síast máske eitthvað inn. Góða nótt, sofið rótt og verið góð við hvort annað.
Trúðu á tvennt í heimi
tign sem hæsta ber
guð í alheims geimi
guð í sjálfum þér
Bloggar | Breytt 23.8.2007 kl. 00:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sól og sæla
20.8.2007 | 16:04
HoHola! Jæja langt frá síðasta bloggi, ég hef ekki alveg verið að nenna þessu í sumar, bara verið að njóta þess að gera ekki neitt, dingla mér í útlöndum með allri fjölskyldunni og sonna/ Bara endalaust gaman, nú er ég hins vegar mætt í bloggheima aftur endurnærð á líkama og sál Já sumarið er Tíminn) ekki spurning" en alveg er tað týpískt með mig, ég hef haldið því stöðugt fram að sólin og hitinn á suðrænum slóðum sé bara eitthvað sem sé mínum kroppi sé lífsnauðsin, og þannig var það hér áður og fyrr, en ekki lengur því er nú ver. Ég er sum sé nýkomin heim frá Spáni eftir tæpa mánaðardvöl, ekki mátti það nú minna vera þar sem ég á í hlut "það vita þeir sem mig þekkja alltaf örstutt í öfgarnar" ég sá um að bóka mig og mína í sólina og valdi þá náttla heitasta tímann og best að vera nú sem allra lengst, ekki svo að skilja að ég hafi verið að brenna mig í fyrsta sinn á að rjúka út á heitasta tímanum, sei sei nei ég var svo sem búin að því áður, það var bara svo rosalega langt síðan að ég var búin að steingleyma hvað það getur verið niðurdrepandi að reyna að gera eitthvað í 40° stiga hita og jafnvel enn verra að gera ekki neitt. En svona er ég nú einu sinni! Og það var yndislegt að vera með allri familíunni sinni í heilan mánuð ekki að gera neitt annað en að skemmta sér. Þetta var nú líka verst frá svona 12-16 eftir það voru okkur allir vegir færir, við flökkuðum um á bílaleigubílum"með loftkælingu" skoðuðum eitt og annað, versluðum SMÁ og nutum þess að vera til. Ég var samt illa haldin er við komum heim, handleggirnir mínir eru útbitnir sem hefði svo sem verið í lagi ef ég hefði ekki fengið ofnæmi í bitin, svo ég hef verið á sterkum lyfjum og með sterakrem og ýmislegt annað síðan ég kom heim fyrir viku síðan, núna first er mér að hætta að klæja enda er eins og ég hafi lent í villiketti, handleggirnir eitt svöðusár, nóg um það haustið legst bara dúndurvel í mig, eða mér finnst alla vega komið haust og tek því fagnandi Jæja knús á ykkur öll og njótið þess að vera til.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)