Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
Skipulagt kaos.
31.5.2007 | 00:01
Jæja loks er tími til að slaka á og blogga smá, stundum er allt vitlaust að gera og sveim mér þá ef ég tek ekki stærri bita en ég get tuggið þessa dagana Lofa upp í ermina á mér hvað eftir annað. Til dæmis er ég búin að bóka mig á þremur stöðum kl eitt á föstudaginn, gott hjá mér! Ekki það ég telji mig eitthvað ómissandi, kanski þarf ég bara að skipuleggja mig örlítið betur. En mér finnst að mér eigi nú að fyrirgefast svona smotterí þar sem ég er snillingur í að hafa mjög gott skipulag á kaosinu. Annars er ég svo dæmalaust glöð með að sumarið sé komið Skrapp með vinkonu upp í sveit áðan og komst bara í svona útilegufíling, eða sveitahúsafíling "hvað sem það nú er" allavega er ég orðin soddan kveif að ég nenni ekki að sofa í tjaldi, tjaldvagni , fellihýsi eða hvað þetta nú allt heitir, ég vil bara sofa í rúmi í húsi og hana nú. En sú var nú tíðin að ég vílaði ekki fyrir mér að sofa í örþunnu tjaldi í 1. gráðu hita enda var ég fasta gestur á útihátíðum landsins. Já já þeir tímar er löngu liðnir sælla minninga ég get svo sem ekki sagt að ég sakni þeirra sérlega mikið. En sumarið er tíminn, það er á hreinu ég elska náttúruna, gróðurinn, og yndislegu fuglana, eða þá dýrin, hestana beljurnar og bara allt, sennilega komin tími á að enda núna, læt fylgja klausu úr Sölku Völku sem mér finnst svo falleg.
Ekkert á jörðinni er eins yndislegt og sönn ást milli pilts og stúlku í góðu veðri um nótt á vori, þegar hestarnir eru sofnaðir í túninu Bara fallegt. Góða nótt dúllur og sofið rótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
hvítasunnumorgun
27.5.2007 | 23:46
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5 stjörnu sjúkrahús
26.5.2007 | 00:10
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hvar er sumarið.
22.5.2007 | 00:01
Vá ekki alveg að standa mig í blogginu, það hlítur að vera svona mikið að gera hjá mér Hvað er annars með sumarið? Ótrúlegt að júní sé rétt handan við hornið, frekar eins og jólin séu á næsta leiti. Eins gott að ég fer á Spán eftir tvo mánuði Ég get þó huggað mig við það ef sumarið fer fram hjá Íslandi í ár. Annars trúi ég því að það komi í næstu viku, um að gera að vera pínu bjartsýn. Þegar sólin skín á gleði mín sér engin takmörk, það verður einhvernvegin allt svo auðvelt og skemmtilegt svo verður allt svo óendanlega fallegt, eða það finnst mér. Aftur á móti í rigningu verður allt svo ömurlega drungalegt og grátt, þá held ég að sálin verði pínu krumpuð. Ég reyni nú samt að láta ekki veðrið stjórna mér, en það hefur vissulega áhrif. Jæja svo ég vaði nú úr einu í annað, ef ég ætti eina ósk þá myndi ég óska mér að inni á baðherberginu mínu væri einhverskonar maskína sem tæki notuð handklæði þvæði, þurrkaði og hengdi þau síðan upp, þá myndi líka vera aðeins eitt handklæði á mann, maskínan yrði að veiða handklæðin upp í sig sjálf því annars kæmi hún ekki að neinu gagni á mínu heimili, unglingarnir mínir hljóta að svitna óeðlilega mikið, alla vega miðað við baðferðir þeirra, ekki sjaldnar en tvisvar á dag, þrisvar ef mikið stendur til. Svo er nú aldeylis ekki hægt að láta eitt handklæði duga daginn og alls ekki hægt að nota sama handklæði tvisvar. Þvottavélin mín fær aldrey stundlegan frið ekki þurrkarinn heldur, meira að segja er ég endalaust að þvo gallabuxur, svo skilja blessaðir krakkarnir ekkert í að fötin þeirra upplitist meira en annara En þau vitkast örugglega með árunum þessar elskur þangað til nöldra ég yfir þessu óþolandi þvottastússi. Best að koma sér í koju svo ég verði nú spræk í þvottahúsinu á morgun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)