Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
Lífsins gæðum er misskipt
23.4.2007 | 16:27
Mér varð illt í hjartanu eftir kompásþáttinn í gær Þvílík eymd og yfirþirmandi sársauki sem sum mannanna börn búa við.
Hvernig ætli að það sé að horfa upp á barnið sitt deya úr hungri?
Hvernig ætli það sé að láta barnið sitt í hendur bláókunngs fólks í von um betra líf því til handa?
Hvernig ætli að það sé fyrir barn að horfa upp á foreldra sína deya hægt og kvalarfullt?
Hvernig ætli það sé fyrir barn að eiga engan að í öllum heiminum?
Hvernig ætli að það sé fyrir barn að búa á götunni innan um barnaníðinga og samviskulausa glæpamenn?
Mig skortir ýmindunarafl ! Ég get með engu móti gert mér í hugarlund hvernig þeim líður og það getur örugglega engin nema hafa reynt það sjálfur. það hlítur að teljast vansæmd og siðleysi mannkynnsins að svona lagað sé að gerast út um allan heim í dag. Við sem höfum allt af öllu erum sívælandi og óþolandi upptekin af sjálfum okkur, við erum svo fljót að gleyma í öllu neyslubrjálæðinu og alsnægtunum. Það væri ekki vanþörf á að hafa svona þátt á hverju kvöldi eftir fréttir, ég vildi óska að fréttamenn væru uppteknari af þessum mannana börnum. Mér fannst t.d. alveg fáránlega kjánalegt hvað mikið var gert úr brunanum í Lækjargötunni er ég þó aðdáandi gamalla húsa og verndun þeirra upp að vissu marki. Ég get samt ekki skilið hvernig á að vernda hús sem er brunnið til kaldra kola, ekki finnst mér heldur sagan af þessu húsi merkileg og því síður skemmtileg, þó Jörundur hafi búið þar og einhver pissfull lögga hafi dansað þar Kanski það sé hin fræga menning okkar íslendinga sem menn vilja geta státað sig af að hafi farið fram í þessu stórmerkilega húsi undanfarin´misseri, þar sem sannir íslendingar hnöppuðust saman í biðröð til að fá að kaupa sér áfengi á uppsprengdu verði, verða sjálfum sér til skammar og öðrum til leiðinda. Já mikill er nú metnaðurinn og þjóðernisástin, það er átakanlegt að horfa upp á siðmenntað fólk klappa misvitrum menningarvitum sem allt vilja vernda"þó þeir hafi jafnvel ekki hugmynd um af hverju) lof í lófa Jæja nóg komið í bili bæjó spæjó.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ungbarnalykt
9.4.2007 | 23:16
Er til betri lykt en ungbarnalykt? Ég vil nú meina að hún sé ekki til, ég elska lyktina af litla sætakoppnum mínum meir en allt Við vorum sum sé barnapíur, ég og afi gamli síðustu nótt og sváfum þar af leiðandi með annað augað opið og fallegasta barn veraldar á milli okkar
Það er annars svo stórkostlegt að fá að taka þátt í lífi þessa litla einstaklings, ég fyllist einhvernvegin svo mikilli auðmýkt og þakklæti fyrir þessa dýrmætu gjöf. Ég mun gara allt sem í mínu valdi stendur til að vernda hann fyrir því illa og ljóta í heiminum.
Allir fæðast saklausir í þennan heim..... því er það dapurleg staðreynd að menn halda ótrauðir áfram að drepa hvorn annan í nafni Guðs. Margir eru þeir sem telja sig vera ákaflega trúaða, en það sorglega við þá er að þeir eru alltaf að rugla sér saman við Guð.
Sumir hafa jafnvel atvinnu af því að segja okkur hinum hvað stendur í Biblíunni! Að samkynhneigð sé synd og svo framvegis, hvernig í ósköpunum vita þeir það og hvað vita þeir hvað er satt sem stendur í Biblíunni, er það ekki annars merkilegt að hægt sé að halda úti sjónvarpsþætti með einhverjum sjálfsskipuðum trúboðum? Mér er að minnsta kosti ofviða að skilja tilganginn með þessari sjónvarpsstöð, það er hreint ekkert svo slæmt að þeir geti ekki lagað það með kraftaverki
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)