Hvers virði eru börnin okkar?
20.4.2009 | 18:13
Góðan daginn: Mig langar til að vita hvort ég fæ viðbrögð við því sem ég hef orðið vitni af of oft, ég veit að ég fengi mikil viðbrögð ef ég bloggaði um trúmál og margt annað, hins vegar veit ég að það er til neins.
Jesús Kristur á nógu marga málsvara á hér eins og annars staðar í þjóðfélaginu. Ég er ekki í nokkrum vafa um að hann metur það sem ég ætla að tjá mig um, hann elskar okkur öll, hann elskar börnin okkar og meira þarf ég ekki að vita.
Hins vegar langar mig að vita hvort fólkið í þessu landi viti í hvaða sæti börn og unglingar eru hjá manneskjunum sem hér hafa verið að stjórna, kannski soldið skrítið að tala um að einhver hafi verið að stjórna einhverju, ég veit alla vega ekki hvað þetta fólk var að gera annað en ljúga, svíkja og bruðla með peningana sem við megum svo borga, erum við Íslendingar virkilega svona grimm eða erum við búin að gefast upp, ég er ekki búin að gefast upp og það er ekki að fara að gerast, hins vegar dugar það skammt, við verðum að vakna, við verðum að standa vörð um börnin í þessu landi okkar, þegar fólk er búið að ljúga að mér árum saman og er tilbúið að svíkja mig um allt sem það hefur lofað mér, væri ég jafn illa siðblind og þau ef ég væri reiðubúin að setja börnin mín í þeirra hendur sjálfviljug.
Hvað á ég að halda um fólk sem segir mér að það sé stolt af sínu peningafylleríi? Getur verið að því sé ekki sjálfrátt?
Ég hef ekki hugmynd um hvort stjórnmálamenn séu fæddir veruleikafirrtir eða hvort það sé áunnið, ég get ekki skilið hvað skeður upp í hausnum á fólki sem getur sannfært okkur aftur og aftur, eða hvað erum við að hugsa. Að trúa þessu liði sem lýgur út um bæði munnvikin í einu og það virkar alltaf, segir kannski meira um okkur sem erum tilbúin að treysta þeim, þrátt fyrir fyrri reynslu, kannski það verði skammhlaup í hausnum á okkur.
Konan sem ég hafði mikla trú á og hrópaði MINN TÍMI MUN KOMA er ekki merkilegur pappír í mínum huga frekar en MAÐURINN SEM KANN BARA AÐ VERA Á MÓTI og er vitagagnslaus loftbóla, skyldi maðurinn vera búin að gleyma því að hann var á móti öllu? Nei hann hefur engu gleymt, hann er bara alveg jafn vita getulaus og forverar hans og sami gapuxi og kanan sem efaðist aldrei um að hennar tími myndi koma, hann er kominn og hún er búin tapa og ætti að hafa vit á því að forða sér áður en hún gerir sig að meira fífli, ég get ekki verið þakklát fyrir aurana sem mér er skammtað til að sjá fyrir mér og mínum börnum, ég get ekki skilið að konan sem hrópaði manna hæst að hún myndi berjast fyrir þá sem minnst hafa geti sofið róleg, um leið og hún var búin að hlamma sér í stólinn sem hún þráði svo heitt steingleymdi hún hverju hún var búin að lofa mér og fleirum, ég er ekki of góð til að taka á mig 10% lækkun lífeyris þrátt fyrir að ná ekki endum saman fyrir, mér finnst ósvífnin sem þetta lið er að sýna mér komin út yfir öll velsæmismörk. Af hverju á ég að borga fyrir peningafyllerý sem ég kom ekki nálægt? Af hverju vakna þessir vitleysingar ekki upp af sínum draumasvefni og viðurkenna að þau ráða ekki við eitt né neitt, það sem þau hafa sýnt mér nú þegar segir mér að ég á von á neinu góðu.
Burt með fólk sem er svo andskoti illa haldið á öllum sviðum og yfirgengilega siðblint að ef það stæði sjálfan sig að því að segja satt þá myndi það ljúga til þess eins að halda sig í æfingu.
Þessi þjóð sem er gjaldþrota og ekkert nema rústir einar eftir spillingu og alls kynns ógeði sem enginn er tilbúin að axla ábyrgð á, þarf eitthvað allt annað fólk sem setur sjálft sig í fyrsta sæti og bruðlar út um allar koppagrundir, fólk sem metur sig ofar en börnin mín, foreldra mína og mig sjálfa er einfaldlega ekkert annað en hræsnarar, það sem ég hef þurft að sætta mig við, eins og til dæmis það að þetta vesalings fólk þurfi eftirlaun og dagpeninga sem eru ekki í neinu samræmi við þann veruleika sem við búum í, ef fólk hefur enga hugsjón og hefur enga getu til að stjórna sínum eigin talfærum, halda samt áfram án þess að átta sig á að þau eru búin að vera í ruglinu of lengi, þá þurfum við ekki að vera neinir snillingar til að sjá að ef að við stoppum ekki þetta fólk rústa þau því sem forverar þeirra náðu ekki að klára, það verðum við sauðsvartur almúinn sem borgum brúsann eins og við höfum þurft að gera hingað til, ef við ætlum að kjósa eitthvað af því sem í boði er, þá breytist ekkert annað en það sem við hljótum að vita nú þegar, sem sagt róðurinn verður mörgum of erfiður og afleiðingarnar verða skelfilegri en okkur órar fyrir núna.
Frambjóðendur virðast missa vitið ásamt því að þjást af minisleysi rétt áður en þeir smala okkur í nkjörklefana, það sama skeður þegur búið er að telja upp úr kössunum, ha, nei ég sagði það aldrei, svo gamla tuggan um að nú verði að spara og það verður sparað á röngum stöðum áfram, þær stofnanir sem búið er að svelta of lengi fá niðurskurð enn og og aftur, ef okkur dettur í hug að fólk sem er svo fullt af hroka og snobbi, byggir til dæmis tónleikahöll, á meðan að þetta sama fólk lokar augunum fyrir öllum þeim börnum og unglingum sem þurfa á hjálp að halda og því miður er staðreyndin sú að oft á tíðum er velferðakerfið okkar góða búið að bregðast sumum börnum svo oft að þau ná sér aldrei, er hægt að verja svona lagað?
Ég hef fengið nóg af þeirri grimmd sem ég hef horft upp á þar sem saklaus börn eru látin þjást af því að þeir sem sitja hér að völdum VILJA nota þá peninga sem við treystum þeir fyrir í allt annað, þetta fólk er ekki að spara dagpeninga í sjálft sig þegar það spókar sig á erlendri grund jafvel til að kynna fyrir öðrum þjóðum hvað hér er allt svo frábært og hvað þeir búa vel að börnum.
Mín ósk er sú að við hefðum vit á að hunsa allt þetta þreytta fólk sem er búið að klúðra sínu tækifæri, þetta er komið gott, við höfum ekki efni á meira rugli frá liði sem forgangsraðar eins og dæmin sanna. Það sem er að ske og á eftir að versna er ekki mér að kenna, samt þarf ég að taka afleiðingunum, ég haf þó val um að kjósa þetta ekki yfir mig aftur.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.