Sumarið er komið!

jæja smá tjáning hér, ætla að lífga bloggið mitt við, feisbókin hefur einhvernvegin átt hug minn allann um hríð. Ég er komin í sumarfíling á leið í heita pottinn, um að gera að njóta sólarinnar þegar það er í boði. Svo er ég harðákveðin í að eiga góðan dag, er líka nokkuð viss um að helgin verður skemmtileg. Ömmusnúllin minn kemur í gistingu, hann kemur alltaf með gleði og yndislegheit elsku kalinn minn litli. Það er himneskt að fá að sjá hann dafna og þroskast, fyrir það er ég mikið þakklát. Ég hef ákveðið að vera þakklát fyrir það sem ég hef þó oft sé mótbyrinn óþarflega mikill á minni lífs göngu. Ég ætla að halda fast í jákvætt hugarfar mitt og njóta þess sem lífið býður upp á, er viss um að allt verður mun auðveldara ef ég brosi, þakka, og gef skít í það sem neikvætt er, það sem ekki drepur mig herðir mig, enda grjóthörð kona hér á ferð..

Vona að þið eigið öll góðan dag frammundan...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Facebókin á það til að taka mann yfir um tíma enda gaman að hitta fullt af fólki þar. Gaman að sjá þig hérna aftur :-)

Hafðu það gott , ég mæli með Pollýönnu sem félaga í lífsgöngunni, hún er frábær ferðafélagi. Hefur reynst mér vel

Góða helgi

Ragnhildur Jónsdóttir, 7.3.2009 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband