Hoj, hoj!
18.2.2009 | 14:14
HOJ, HOJ! Eitthvað er nú lítið að ske á þessari síðu, fasebókin hefur alveg tekið yfir. Annars allt í gúddý, var að koma af dýraspítalanum með Polla minn hann var komin með eyrnabólgu enn eina ferðina, það á ekki af honum að ganga svo var ég að raka hann, hann var ekki mjög hrifin hárin eru bara að gera út af við mig, held svei mér þá að heimilið mitt sé bókstaflega kafloðið, það er eitt og annað sem ég legg á mig fyrir þennan litla hund minn, helst að ég þurfi að ryksuga lámark tvisvar á dag, ég er svo sem ekkert of góð til þess, væl og skæl er þetta í manni. Óþolandi fréttir sem glymja í eyrum manns daginn út og daginn inn, ekkert nema hörmungar í gangi og í vændum, öss, össs, össs! Nenni ekki að hlusta á þennan endalausa barlóm og slekk hér með á útvarpinu, sjónvarpinu þarf ég afar sjaldan að slökkva á vegna þess að ég kveiki næstum aldrei á því. Svo bara brosi ég framan í heiminn og heimurinn brosir til mín. Bæ.. bæ:)
Athugasemdir
hæ hæ Fyndið að ég kíkti á síðuna þína í dag :) Hlakka til að sjá þig næst.
Knús og klemm.
Lára
Lára Sæta (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 15:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.