Einhverfa?

Jæja þá erum við mæðginin komin frá sála, og hennar grunur er sá að strákurinn minn sé með einhverfu, hún sagði mér að um leið og ég byrjaði að lýsa elsku litla drengnum mínum hafi henni dottið einhverfa í hug. Það sem bærist innra með mér er viss léttir, það er búið að vera svo svakalega erfitt að vita ekki hvað amar að barninu sínu, ég hef vitað árum saman að hann er sérstakur, hann er mjög mikið frábrugðin systkinum sínum.

Mér finnst afskaplega sorglegt að enginn af þeim sálfræðingum, barnalæknum, geðlæknum, þroskaþjálfum, iðjuþjálfum, sérkennurum, og hvað allir þessir sérfræðingar nú heita, sem ég hef leitað til með son minn alveg síðan hann byrjaði á leikskóla hafi svo mikið sem grunað að sonur minn gæti verið með einhverfu.

Bara greindur með öfuga lífsklukku og málið afgreitt, það hefur þó ekki einu sinni verið gerð á honum ein einasta svefnrannsókn, hvað þá heldur annað. Það er ekki eins og að ég hafi ekki flandrast með hann milli sérfræðinga í gegnum árin, en nei, nei, það er ekkert að þessum dreng.
Einhverju sinni var mér sagt að eitthvað vantaði upp á fínhreyfingar og jú kannski grófhreyfingar líka, látin mæta í nokkur skipti til iðjuþjálfa, og nokkur skipti til þroskaþjálfa og mér síðan sagt að hann þyrfti ekki að koma oftar.

Það sem ég hef lesið mér til um einhverfu bara í dag passar alveg við minn mann, ég ætla ekki að sóa tíma í að vera bitur og reið yfir því sem ekki var gert "´þó það sé hunderfitt" heldur nýta alla mína krafta til hjálpa elsku litla stráknum mínum sem hefur allt of oft átt erfitt um sína stuttu ævi. Hann er ekki á neinum lyfjum núna, einfaldlega vegna þess að þau lyf sem hafa verið prufuð á honum hafa aldrei gert honum neitt gott, svo ég einfaldlega hætti að gefa honum þessi lyf, enda fáránlegt að gefa barni lyf án þess að vita hvað er verið að meðhöndla. Hins vegar ætla ég að láta læknirinn og sálfræðinginn sem eru að meðhöndla hann núna, dæma um hvaða lyf gætu hjálpað honum. Þarf að bíða eftir niðurstöðum fram á næsta mánudag.

En svona er lífið bara, og nú ætla ég sko að berjast fyrir strákinn minn ef á þarf að halda. Varð að koma þessu frá mér hérna, nú líður mér líka betur, það er svo gott að koma hugsunum´sínum í orð.

Bæ, bæ, þar til næst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband