Ekkert öðruvísi en áður og fyrr.
13.5.2008 | 13:04
Jamm, það er einmitt á þessum aldri sem krakkar eru til í allt, margir byrja að drekka, það er að segja þau sem ekki eru þegar byrjuð og það er allt svo hrikalega spennandi. Það hefur verið lenska hérna á Skaganum í mörg ár að hópast saman í skóræktinni og detta ærlega í það. Krakkarnir hafa greinilega verið reknir í burtu þetta árið, þau hafa samt pottþétt ekki verið að láta það stoppa sig. Ekki lét ég boð og bönn stoppa mig á þeirra aldri og haf enga ástæðu til að ætla að þau geri það eitthvað frekar. Sumt breytist en annað ekki, það sem hefur reynst mér best í unglingauppeldinu er að vera vinur barnanna minna og vinna traust þeirra, það skiptir öllu máli að þau geti treyst sínum foreldrum svo verður maður bara að fara eftir eigin tifinningu, auðvitað þarf líka að setja mörk og fara eftir þeim, sem ég hef reyndar oft flaskað á, enda er ég ekki fullkominn og langar hreint ekkert til þess. Því miður eru allt of margir foreldrar sem líta í hina áttina þegar krakkarnir eru komin í eitthvað fikt, velja auðveldu leiðina, það er alltaf betra að vera með opinn huga gagnvart því sem unglingarnir eru að gera, hvort sem við samþykkjum það eða ekki. Afneitunin er undantekningarlaust aldrei góður kostur, fræðslan skilar oft einhverju líka . En vá ég ætlaði ekki að skrifa svona mikið.... Bæ
![]() |
Fjöldaflutningar á ölvuðum unglingum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Guðrún Jóhannesdóttir, 14.5.2008 kl. 01:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.