Minnir mig á!

Je minn eini! Minnir mig á dulítið, ég læt hugann reika ein 26-27 ár aftur í tímann. Já þá mér sem sagt boðið í trúlofunarveislu hjá ónefndu pari, ég nottla klæddi mig upp í mitt fínasta púss eins og lög gera ráð fyrir, svo var skundað af stað í veisluna "miklu"  Ég hafði lítillega kynnst umræddu pari þar sem daman var nátengd mínum fyrrverandi svo ég vissi svo sem alveg að hún gat látið í sér heyra ef henni mislíkaði eitthvað.
Það sem ég vissi ekki var að manneskjan var með krafta í kögglum, beittar neglur og sterkar tennur, sem hún hikaði ekki við að beita á sinn heittelskaða og aðra veislugesti.

Eitthvað fannst mér strákræfilinn fá slæma útreið hjá kærustunni og hjá mér vaknaði einhver verndartifinning, svo ég skutlaði mér á skvísuna þar sem hún hafði náð föstu taki með sínum sterku tönnum á eyra stráksins, ég hefði nú betur látið það vera, stelpuvargurinn beið ekki boðanna heldur réðist að mér og hnoðaði mér saman, æddi svo eins og andskotinn sjálfur fram á dyrapall með mig í fanginu og bara henti mér fram af eins og um kartöflupoka hefði verið að ræða, ég þarf vart að taka það fram að ég var blá og marin um allan skrokk, gekk haltrandi um og öll í keng í einhverja daga á eftir.  Það voru fleiri en ég og kærastinn sem fengum að finna fyrir skapillsku fraukunnar þetta kvöld, enda var þessi veisla fræg og lengi í minnum höfð.

Svo var það einn daginn svona einu ári síðar að ég fékk bréf í pósti, afskaplega fallega skrautskrifað boðskort í BRÚÐKAUP turdidúfnanna, ég þurfti ekki að hugsa mig um einu sinni áður en ég afþakkaði gott boð.


mbl.is Brúðkaupsveislan endaði með slagsmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já ,, þetta virðist geta hent,,Heyrði einhverja sögu svipaða frá hótelinu að Búðum á Snæfellsnesi í fyrra,, Í þeirri veislu var aldeilis lumbrað á gestunum,,Rúðubrot og fleirra,,Þeir sluppu sem hurfu snemma til herbergja sinna,, Þvílík eftirminnanleg rómantík með tilkomumiklum tilkostnaði,,!!

bimbó (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 19:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband