Eldri borgarar eiga að ráða þessu sjálfir.
1.5.2008 | 10:08
Mér finnst að það eigi hiklaust að gera fólki kleyft að búa heima eins lengi og það óskar sjálft, jafnvel þó að einhver veikindi hrjái það. Það á að sjálfsögðu að efla heimahjúkrun verulega mikið til þess að fólki geti liðið vel í sínu eigin umhverfi og lifað eðlilegu lífi sem allra lengst.
Mér finnst það nú bara sjálfsögð mannréttindi, ég sé heldur ekki gróðann í því að þvinga fólk inn á stofnun, auðvitað er fullt af fólki sem er of mikið veikt og getur engan vegin séð um sig sjálft og verður af þeim sökum að dvelja á öldrunarstofnunum.
En það er líka fullt af fólki sem getur séð um sig með einhverri aðstoð,
sumir eru því miður einstæðingar og þurfa kannski aðallega félagsskap og jafnvel aðstoð með þrif og eitthvað slíkt, þetta fólk vill samt umfram allt fá að vera heima hjá sér á meðan að það getur og ætti að sjálfsögðu ekki að neyðast til að fara á stofnun, aðrir vilja frekar vera á elliheimili heldur einir heima, það er auðvitað misjafnt kvað fólk kýs mikinn félagsskap og það er sjálfsögð krafa að fólk ráði sjálft hvort það vill fara eða vera,
eldri borgarar eiga að njóta nákvæmlega sömu réttinda og allir aðrir í þjóðfélaginu.
Mér finnst það nú bara sjálfsögð mannréttindi, ég sé heldur ekki gróðann í því að þvinga fólk inn á stofnun, auðvitað er fullt af fólki sem er of mikið veikt og getur engan vegin séð um sig sjálft og verður af þeim sökum að dvelja á öldrunarstofnunum.
En það er líka fullt af fólki sem getur séð um sig með einhverri aðstoð,
sumir eru því miður einstæðingar og þurfa kannski aðallega félagsskap og jafnvel aðstoð með þrif og eitthvað slíkt, þetta fólk vill samt umfram allt fá að vera heima hjá sér á meðan að það getur og ætti að sjálfsögðu ekki að neyðast til að fara á stofnun, aðrir vilja frekar vera á elliheimili heldur einir heima, það er auðvitað misjafnt kvað fólk kýs mikinn félagsskap og það er sjálfsögð krafa að fólk ráði sjálft hvort það vill fara eða vera,
eldri borgarar eiga að njóta nákvæmlega sömu réttinda og allir aðrir í þjóðfélaginu.
![]() |
Fara afi og amma of snemma á heimili? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Útópískur pípudraumur er ég hræddur um,á næstu 20 árum mun eldri borgurum fjölga hlutfallslega mjög mikið.Þeim mun fjölga hraðar en við getum brugðist við.Það má til dæmis merkja á því að nú þegar erum við í vandræðum með pláss.Yfirvöld lofa í sífellu svo og svo mörgum nýjum hjúkrunarrýmum en eru gagnslaus við að manna þau rými sem til eru fyrir.Eina raunhæfa lausnin er að endurvekja hugtakið "stórfjölskylda".Við,sem erum aðstandendur,þurfum að fara að bera sjálf ábyrgð á okkar fólki.Enda stjórnmálamönnum greinilega ekki treystandi.Heim með afa og ömmu.
Haraldur Davíðsson, 1.5.2008 kl. 10:38
Já þetta er ekki svo vitlaust, held samt að fólk sé einfaldlega of eigingjarnt og sjálfmiðað til að þetta gæti gengið upp, foreldrar mínir tóku ömmu mína og afa inn á sitt heimili þegar þau voru orðin of lasburða til að sjá um sig sjálf, mamma mín hjúkraði þeim og annaðist á allan hátt árum saman, en fyrir vikið voru mamma og pabbi náttla mjög bundin, þau voru bundnari en þó þau hefðu verið með lítil börn, börnin er hægt að taka með sér flest en það getur maður ekki með' gamalt og lasburða fólk. Best væri auðvitað að börnin gætu tekið við foreldrum sínum þegar þeir geta ekki lengur verið einir, þá væri líka alveg brilljant að geta fengið hjálp, til að fólk gæti þá komist til útlanda eða eitthvað sem það hefði áhuga á. Hið opinbera myndi þá skaffa manneskju til að hlaupa í skarðið. Snilldarhugmynd.
hofy sig, 1.5.2008 kl. 15:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.