Dapurlegt
20.4.2008 | 11:33
Þetta eru dapurlegar fréttir, ég segi bara aumingja fólkið sem keypti sér húsnæði á 100% lánum, mikið af þessu fólki er einmitt ungt fólk sem er að berjast við að koma þaki yfir höfuðið. Og hvað skeður nú? Skuldirnar eru orðnar himinháar, lánin hækka og eignirnar hætta að standa undir skuldasúpunni. Eftir situr fólk ekki bara eignalaust, heldur það sem verra er það situr uppi með skuldir sem það hefur ekki hugmynd um hvernig það á að borga.
Svo er annað sem ég er alveg gáttuð á og það eru allar þessar húsbyggingar sem hafa verið að rísa að undanförnu, hver á eiginlega að kaupa þessar eignir? Varla hafa auðmennirnir áhuga á að safna eignum sem enginn getur keypt og þá náttla ekkert á þeim að græða. Heyrt hef ég að verktakar séu að bjóða 100% lán á nýjum íbúðum, þú þarft sem sagt ekki að borga krónu úr eigin vasa, en þeim mun meira úr vasa einhverra annarra. Það segir sig sjálft að ekki getur það verið fýsilegur kostur að standa í þannig viðskiptum, bara að flytja inn og þakka fyrir að hafa tíma til þess svo ekki sé meira sagt, því auðvitað þarf að vinna til að geta borgað verktakanum kannski tvöfalt verð eignarinnar þegar upp er staðið, það skyldi þá ekki eiga eftir að koma á daginn að Pólverjarnir sem hér búa, séu einmitt með nokkuð raunhæfar væntingar til íbúðarhúsnæðis, hvaða máli skiptir hvar þú fleygir þér niður í þann stutta tíma sem þú ert ekki í vinnunni?
Bara smá pæling: Það getur ekki endað vel, ef kröfurnar verða svo miklar að við höfum aldrei tækifæri til að njóta þess að vera til.
Fleiri nauðungarsölur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.