Refsing hvað?
17.4.2008 | 16:04
Refsing er ekki orð að mínu skapi, mér finnst einhvernvegin að bara orðið eitt þýði eitthvað hræðilegt. En það er bara ég, elstu börnin verða oft ábyrgðafyllst, þannig er alla vega minn frumburður enda þurfti hann oft að passa litlu systkini sín, hann var orðinn níu ára þegar Systan hans fæddist og ellefu ára þegar bróinn fæddist. Hann var líka mjög fullorðinslegur strax sem barn og spurning hver var að ala hvern upp, þannig er það líka stundum enn, hann er svona soldið að skipta sér af yngri systkinunum, en það er bara hið besta mál, ágætt að fá hint öðru hvoru, það er svo auðvelt að sofna á verðinum og verða allt of meðvirkur með ungunum sínum.
Annars er ég yngst af mínum systkinum, kannski það hafi eitthvað að gera með hvernig ég er Ég er samt vel upp alin, það er ekki spurning.
Elstu börnum refsað mest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Jú það er rétt að elstu börnin eru ábyrgðarfull, kannski líka vegna þess að þau ósjálfrátt fara að hjálpa til, ég sé t.d mikinn mun á yngsta syni mínum og þeim elsta, sá eldri eldaði oft í staðinn fyrir að fara í fjósið með mér, og sá um þvottinn sinn aðeins 13 ára, sá yngsti horfir bara á mig hneykslunar augum ef ég minnist á að nú þurfi hann að læra á þvottavélina nb. ég á 5 stykki og sá yngsti er sá allra yngsti hann er 12 ára og næsta í röðinni 21 hmm svo gettu hver ól hvern upp.
Helga Auðunsdóttir, 17.4.2008 kl. 20:40
Já akkúrat, það er ótrúlega mikill munur á elsta og yngsta hjá mér, elsti er 25 og yngsti er 15........ Svo heldur maður að maður ali þau öll eins upp
hofy sig, 17.4.2008 kl. 22:49
Ekki segja að sá yngsti/yngsta fái minnsta ábyrgð. Þau yngstu þurfa svo að passa börn systkina sinni í sumum tilfellum.hehe svona hin hliðin á málinu
sá yngsti
gunnik (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 15:50
jamm ég lánaði minn yngsta í það í vetur að passa barnabörnin, og hann hefur þroskast heilmikið við það, ég er ósköp fegin að hann hafi eitthvað annað fyrir stafni en að reyna að drepa tíman í tölvunni milli þess fara í skólann.
Helga Auðunsdóttir, 20.4.2008 kl. 10:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.