Sorglegt

Það er, hefur alltaf verið og mun alltaf verða stúlkum hættulegt að lenda í klónum á sumum karlmönnum þegar þær verða ofurölvaðar, það er nefnilega nóg af til af karlmönnum sem eru meir en til í að notfæra sér ástand þeirra. Hvað ætli mörgum stúlkum hafi verið nauðgað þegar þær hafa verið í áfengisdái og ekki kært, þá meina ég í gegnum tíðina. Því miður allt of mörgum.  Það er nefnilega mjög erfitt að að kæra þar sem þær sem í þessu lenda, eru yfirleitt ekki með neina áverka enda erfitt að berjast á móti þegar maður er meðvitundarlaus, og erfitt að sanna að um nauðgun hafi verið að ræða. Hins vegar veit ég að sú sem lendir í nauðgun af þessu tagi jafnar sig aldrei, hún þarf að kljást við það vera ekki trúað og dómhörku almennings.

Er núna farin að sofa, góða nótt aftur.


mbl.is Sýknaður af ákæru fyrir nauðgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þá er bara besta leiðin að verða ekki ofurölvi!

Stella (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 01:02

2 identicon

 Hins vegar veit ég að sú sem lendir í nauðgun af þessu tagi jafnar sig aldrei, hún þarf að kljást við það vera ekki trúað og dómhörku almennings.

Tala nú ekki um í litlu bæjarfélagi eins og sumir þurfa að þola.

Birna (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 02:59

3 identicon

Þá er bara besta leiðin að verða ekki ofurölvi!

þetta er það vesta sem maður heyrir þegar maður lentir í þessu, stelpur fá það á tilfinguni að þetta er þeima að kenna þegar svona er sagt. sjálf lenti ég í þessu og þegar ég heyri þetta þá kemur heavy skömm og niðurlæðing yfir mann.  eins og hjá þessari stelpu var hann sýknaður. ég finn rosalegar til með henni, svona hlutir er ofur sorglegir

znickers (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 08:06

4 Smámynd: Bragi

Ég ætla að minna þig á það að maðurinn var sýknaður.

Þú segir:"Hvað ætli mörgum stúlkum hafi verið nauðgað þegar þær hafa verið í áfengisdái og ekki kært, þá meina ég í gegnum tíðina. Því miður allt of mörgum."

Já það er mjög sorglegt. En mér finnst þú líta á þetta eins og allir karlmenn sem eru kærðir eru pottþétt sekir. Ég spyr tilbaka, hvað heldurðu að það séu margir karlmenn sem hafa ranglega verið fundnir sekir um nauðgun, út af stelpu sem kærir því henni líður mjög illa með sjálfa sig daginn eftir skyndikynni?

Hann var sýknaður, og ég treysti dómsstólum meira til að kveða upp réttan dóm en bitrar húsmæður sem hata karlmenn.

Bragi, 12.4.2008 kl. 11:39

5 identicon

Nú var maðurinn dæmdur saklaus. Við eigum þá að taka honum sem saklausum manni. Ef menn eru kærðir fyrir nauðgun, þá er bara samfélagsdómur kominn um leið. Maðurinn verður merktur nauðgari þó hann hafi verið dæmdur saklaus. Hvurslags er þetta eiginlega

Ragnar (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 11:46

6 identicon

já það er umhugsunarefni hve margar stúlkur hafa lent í þvílíkum hlutum. En samt sem áður er það líka umhugsunar efni bæði hversu margigir drengir hafa lent í stelpu sem líður ila með sjálfa sig og kærir daginn eftir. En þetta er hlutur sem við eigum aldrei(allavegana vona ég það)eftir að upplifa

helgi (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 12:04

7 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Ég minnist þess að fyrir nokkuð mörgum árum ákærði þekkt "gleðikona" karlmann nokkurn fyrir nauðgun.  Við rannsókn málsins hjá rannsóknalögreglunni viðurkenndi maðurinn að hafa haft samræði við konuna, þau bæði undir áhrifum áfengis, (sem nú til dags heitir víst að hafa "stundað kynlíf" með henni (ný íslenska), hét áður að "ríða" eða gera "do-do") en það hafi verið með samþykki hennar.

 Konan viðurkenndi að hafa farið heim með karlmanninum og haft við hann samfarir með hennar samþykki.  "En svo fékk hann sér aftur, og það var nauðgun því þá var ég sofandi og hafði ekki gefið honum leyfi."

KARLMENN!   Munið að næst þegar þið takið dömu heim til að gera "do-do" að þá þarf að hafa kvittanaheftið með sér og viðurkenningaskjal til undirritunar um að ekki hafi greiðsla farið fram svo femínistar eins og Kolbrún Halldórsdóttir og hennar líkar, kæri ykkur ekki fyrir að hafa "nauðgað" eða "keypt vændi" svo þið lendið ekki í fangelsi.

Sigurbjörn Friðriksson, 12.4.2008 kl. 12:41

8 Smámynd: hofy sig

Stella. Það eru sennilega mjög fáir sem hafa það að markmiði að drekka sig ofurölvi, en því miður hugsa margir eins og þú, og dæma út frá því.

Birna og Znickers: Já einmitt þetta er bara sorglegt, það eru allt of margar stúlkur sem þurfa að lifa með niðurlæinguna, skömmina og reiðina allt sitt líf. því miður.

Bragi: Þða eru pottþétt of margir karlmenn ranglega kærðir, um það hef ég aldrei efast, ég fordæmi það ekki síður en hitt. Mér persónulega finnst það alls ekki minni glæpur að saka karlmann ranglega um nauðgun og mín skoðun er sú að kona sem gerir sig seka um slíkt eigi ekki síður en sá sem gerir sig sekan um nauðgun að hljóta þungan dóm fyrir. Það var bara ekki það sem ég var að tala um í þessari færslu..

Ég er til allrar hamingju ekki bitur "ekki lengur sá pakki er búin hjá mér"
Húsmóðir er ég ásamt mörgu fleiru, og er stolt af
Karlmenn hef ég aldrei hatað, það eru og hafa alltaf verið of margir yndislegir karlmenn í mínu lífi til að ég geti hatað þá, ég elska alla mína kalla og þeir eru ekki fáir, get ég sagt þér.

Ragnar: Ég er áð vísa til þessarar fréttar, ég er ekki að dæma neinn.

Helgi: Ég er hjartanlega sammála þér, þetta tvennt er svo sannarlega umhugsunarvert.

hofy sig, 12.4.2008 kl. 13:05

9 identicon

þetta hefur komið fyrir mig, varð ofurölfi í heimahúsi, sofnaði inn i herbergi, það kom gaur inn i herbergið, og nýtti sér það að ég var dauðadrukkin, ég gat varla hreyft mig, sofnaði inn á milli þess sem ég vakti og sá gaurinn á mer, en ég kom ekki upp orði. svo varð ég hrædd, og fór að gráta og bað hann um að hætta.. ég man ekki meir.. en ég vaknaði aftur stuttu seinna, útgrátin, með marbletti á höndunum þar sem hann hafði haldið mér niðri, og annars staðar á likamanum..  ég kærði þetta ekki, íslenska dómskerfið gerir hvort sem er ekkert.. en ég þarf að lifa við þetta...

noname (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 18:11

10 identicon

Þetta er náttúrlega bara rosalegt... Ég lenti í því þegar ég var yngri að hitta gaur af Einkamál og það heima hjá honum, fáviska einfaldrar sveitastelpu að drepa hana, með brotna sjálfsmynd í farteskinu... og lendi því miður í því að hann sturtar í mig bjór, rétt búin að taka nokkra sopa að einum og þá var kominn annar og hann náttúrulega notfærði sér mig, man ekki mikið eftir þessu fyrir utan sársaukann... en ég sagði aldrei NEI, þar af leiðandi var þetta ekki nauðgun.... mér blæddi í viku og var hálft ár að komast yfir skömminn og tilfinninuna um að ég hefði átt þetta skilið, þetta hefði verið mér að kenna o.s.frv.  Í dag er mín hugsun sú að það sé ég hef upplifað er það sem gerir mig að þeirri manneskju sem ég er í dag.... og er þakklát fyrir það góða... því það vegur upp á móti því slæma...

Rababara Rúna (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 20:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband