Sorglegt.

Mikið rosalega eru svona mál hræðilega sorgleg á allan hátt, ég get ekki annað en haft samúð með þessari ólánsömu stúlku, ég efast einhvernvegin um að hún hafi gert sér fulla grein fyrir afleiðingum gjörða sinna. Það er svo dapurlegt að hugsa til þess að lífi barnsins hefði auðveldlega mátt mjarga, bara ef stúlkan hefði ekki fyllst þvílíkri örvæntingu, eða ef einhver henni nákomin hefði séð í hvað stefndi, og gert ráðstafanir í framhaldi af því áður en í óefni var komið.
mbl.is Myrti nýfætt barn sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Samúð með stúlkunni? Það talar enginn um barnið sem fékk ekki að ráða hvort það lifði eður ei!!! Held líka að Bandaríkjamenn séu þeir sem eru hvað mest að reyna að ná niður unglingaþungun! svo þetta ætti ekkert að vera nýtt !!!!

María Ýrr Atladóttir (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 11:50

2 Smámynd: hofy sig

Það að barnið hafi ekki fengið tækifæri á að lifa er bara hryllilega sorglegt, hins vegar hef ég mikla samúð með 14 ára barni sem ber barn undir belti, 14 ára gamalt barn er engan vegin í stakk búið til að taka skynsamar ákvarðanir eitt og óstutt í svona aðstæðum, það kemur ekkert fram í fréttinni hvort stúlkunni var nauðgað né hvernig aðstæður hennar voru heima fyrir.

Við skulum fara varlega í að dæma, stúlkan á án efa eftir að þjást alla ævi´.

hofy sig, 4.4.2008 kl. 12:27

3 identicon

Einnig er þetta ekki sambærilegt aðstæðum á Íslandi.

Það er mikið af íhaldssömu liði vestanhafs. Kannski eru foreldrar hennar það hræðilegir að hún gat ekki hugsað sér að segja þeim frá barninu. Það er alveg möguleiki á því að verða fyrir tímabundinni geðveiki þegar svona ung stelpa lendir í þessu alein á salerni, örvæntingin hefur verið frekar mikil.

Hún á ekki að sleppa en við vitum öll að það yrði ekki talað um dauðadóm eða lífsstíðarfangelsi hérna. Ömurlegt hversu strangt kerfið er í Texas. 

Geiri (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 13:31

4 identicon

Stelpan getur þakkað fyrir að vera bara 14 ára en ekki 18 ára því þá gæti hún átt von á stefnumóti við dauðasprautuna eins þessar konur hér :

http://www.tdcj.state.tx.us/stat/colemanlisa.htm

http://www.tdcj.state.tx.us/statistics/deathrow/drowlist/hendrson.jpg

http://www.tdcj.state.tx.us/statistics/deathrow/drowlist/routier.jpg

Ég (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband