Brakandi blíða eða...

Eitthvað held ég að Kári hafi verið að plata okkur, spurning hvort hann hafi eitthvað ruglast á degi Sideways Það var alla vega komin þrusu vorfílingur í mig, fór í fjallið í gær í brakandi blíðu Cool Við mæðgurnar lögðum svo á stað í lautarferð aftur í dag með Polla að sjálfsögðu, við skutluðumst upp í Borgarfjörð og það var sko alls ekki vor í lofti, 20 metrar " í hviðum reyndar" en samt hvínandi rok og skítakuldi, Polli lét það nú ekki stoppa sig og hljóp eins og byssubrenndur út um allar koppagrundir, við dömurnar hírðumst eins og hengilmænur inn í bíl á meðan, enda léttklæddar í stuttbuxum og hlýrabol.....Cool Nei ekki alveg, en samt ekki klæddar fyrir svona sluddu veður.

Vorið er samt ekki langt undan, svo mikið er víst og satt. Annars held ég að við finnum það sem við leitum að, ef að við leitum að hamingju finnum við hamingju, en ef að við leitum að eymd og böli þá finnum við eymd og böl.

Sælir eru einfaldir
aldrei misskildir fyrir annað
en það sem þeir eru.    Úr Heimspekingur æðrast.

Betra er manninum að hugsa háleitar
hugsanir við grútartýru heldur en að
flatmaga í rafmagnsljósum og verða flón.  Þórbergur Þórðarson.

Alltaf gaman að lesa svona snillinga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband