Skrítið!
25.3.2008 | 20:08
Það ætti nú varla að koma á óvart, ekki finnst mér mikil ástæða til bjartsýni um þessar mundir, allt hækkar nema náttla kaupið. Það er nú heldur betur orðið vandlifað í veröldinni þegar fólk á ekki lengur fyrir salti í grautinn. Ætli maður verði ekki bara að fara að lifa á hundamat, sem væri svo sem ákaflega einfalt, ekkert eldunarbras og vesen, auðvitað byði mann upp á sósu með á sunnudögum og kanski lífrænan gróður beint úr garðinum, gras, sóleyjar og fífla, ekki þyrfti maður að kaupa rándýran áburð á gróðurinn, því þetta væri sko lífrænt, ég myndi nýta úrganginn úr honum Polla mínum sem áburð, sem sparaði mér að tína upp eftir hann, ekki slæmt það. Lífið yrði svei mér þá bara miklu einfaldara með þessu móti, held ég spái alvarlega í þessu, veit samt ekki með krakkana mína, þau eru nebbilega svo fáránlega matvönd.
Aukin svartsýni meðal íslenskra neytenda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.