Fáránlegur dómur.

Það eru greinilega skiptar skoanir hér á blogginu um þennan dóm, persónulega skil ég ekki hvað uppeldi kemur dómnum við eins og sumir þröngsýnir og fordómafullir hrokagikkir vilja meina. Ekki það að mér detti til hugar að taka mark á siðapostulum sem hafa ekki snefil að þekkingu, hvað þá reynslu af uppeldi barna, nema þá sinna eigin sem sjálfsagt eru alltaf til fyrimindar og eru svo heppin að hafa fæðst heilbrigð.

Arg! Djöfull get ég orðið brjáluð yfir svona yfirgengilegum fáránleika, sagt er að stelpan sé með Aspbergerheilkenni, einnig er tekið fram að hvatvísi hafi ráðið ferðinni, hvatvísi er eitthvað sem fullorðið fólk á oft á tíðum erfitt með að ráða við, hvernig er þá hægt að búast við að börn geti það? 

11 ára stelpa er álitin mun meiri glæpamaður en nauðgari, ekki hef ég alla vega séð nauðgara dæmdan til að greiða jafn háar bætur til sinna fórnarlamba. Svo finnst mér persónulega að skólinn eigi að bera ábyrgð í þessu máli. Reyndar virðast Íslendingar gjörsamlega vera að missa sig í skaðbótamálum, auðvitað öpum við það eftir Ameríkönunum eins og svo margt annað. Ekki veit ég hvernig móðirin á að útvega 11 miljónir, þær eru ekki gripnar upp af götunni, svo mikið er víst.

Ég er alveg sannfærð um að stelpan hefur ekki lagt á ráðin um að slasa kennarann sinn, auðvitað er þetta algjört óviljaverk, ekkert annað en slys. Ég held við ættum að sýna bræðrum okkar og systrum meira umburðalyndi og kærleika, þá liði líka öllum mun betur, það er í það minnsta mín sannfæring.

Hættum að dæma allt og alla.

Hávært er heimskra rök.
Hæst í tómu bylur.
Oft er viss í sinni sök
sá, sem ekkert skilur.
Örn Arnar.

 


mbl.is Dæmd til að greiða kennara 10 milljónir í bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband