Kanski þær séu búnar á því.
14.3.2008 | 14:30
Mestar áhyggjur hef ég af þessum fjórum sem enn voru starfandi, kanski komnar til ára sinna og erfitt fyrir þær að fá sambærilega vinnu, annars hljóta þær að fá atvinnuleysisbætur, eða jafnvel örorkubætur, ábyggilega orðnar lúnar og rytjulegar, enda búnar að standa sig eins og sannar hetjur frá því 1948, þær hafa sem sé byrjað rétt eftir að seinni heimstirjðldinni lauk.....
Úps! Kanski að einhver endurnýjun hafi átt sér stað, hver veit?
Sá bara fyrir mér gamlar og þreytulegar júfertur.
Elsta vændishúsi Hamborgar lokað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já, hvernig ætli þeim líði ef þær vissu hvernig fólk hugsaði um þær? Á aðra hönd segir staðalímyndin okkur náttúrulega hvernig þær eiga að líta út og hvað sé girnilegast, endalaust 18 ára, með sítt hár, langa leggi, mjúka húð, hvítar fallegar tennur og falleg brosandi augu, en á hina að þetta séu bara einnota hórur. Þetta er svolítið flókið.
Linda (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 16:21
Já nákvæmlega, þær eru svo sannarlega ekki öfundsverðar af sínu starfi, lífræðilega er ógerningur að halda eilífu æskuútliti, en þær eru aldeilis ekki einar um að reyna að svara kröfum æskudýrkunnarinnar sem tröllríður öllu og öllum í dag, 18, 15, 13, feitar, mjóar, stórar, litlar, stór brjóst, lítil brjóst, stór rass, lítill rass, skiptir engu máli hvernig kona, "stelpa" lítur út í dag, hún finnur pottþétt eitthvað sem henni finnst alveg kolómögulegt, útlitsdýrkunin á sér engin takmörk.
hofy sig, 14.3.2008 kl. 17:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.