Hvar endar þetta?

Hvar endar þetta allt saman? Ég hefði nú heldur talið að matarverð þyrfti að lækka og það all verulega, svona miðað við hinn almenna launþega í þessu landi. Alveg drullupirrandi hvernig allt hækkar, nema náttla launin, þau eru í hróplegu ósamræmi við verðlag á öllum sköpuðum hlutum. Til dæmis ef við tökum tannlæknakostnað barna, ég var að borga 50.000 þúsund fyrir strákinn minn í tannlækningar og hann fer 2 svar á ári. Svo koma tannréttingarnar þar ofan á, ég er með tvö börn í tannréttingum. Íþróttir, tónlistarnám, skólaferðalög og Guð má vita hvað og hvað, þetta er bara út úr öllu korti, svo finnst mér svo dularfullt og hefur alltaf fundist að barnabæturnar skerðast þónokkuð við 7 ára aldur, einmitt um það bil sem börn eru að byrja í íþróttum og hvers kyns tómstundum, og unglingarnir eru nú ekkert sérlega ódýrir í rekstri ef út í það er farið. Jæja ég er greinilega komin langt út fyrir efnið sem ég byrjað að ræða um. Svo nú er mál að hætta.
mbl.is Matarútgjöld munu hækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En hvað með þessa hlið á málinu? http://www.bssl.is/Efni.asp?Skoda=Article&ID=3437 

Doddi Sveins (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 10:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband