Útlendingahatur

Hrikalega finnst mér sorglegt hvernig sumt fólk getur hagað sér, að ráðast á fólk og berja, stinga og Guð má vita hvað, af þeirri ástæðu að það er ekki sömu þjóðar og það sjálft. Og að hrópa ókvæðisorð á eftir útlendingum, og öskra á eftir þeim að fara heim til sín og annað í þeim dúr, sýnir held ég bara hvað slíkir einstaklingar eru illa á sig komnir andlega.

Ég er samt sem áður hlynnt því að herða þurfi reglur á innflutningi erlends vinnuafls og erlendu fólki til landsins yfir höfuð. Mér fyndist líka að yfirvöld ættu hiklaust að krefja erlenda ríkisborgara um sakavottorð, áður en þeim er hleypt inn í landið til að dvelja í lengri tíma.

En þessi ömurlega framkoma sumra Íslendinga í garð útlendinga finnst mér dæma sig soldið sjálf, þá meina ég að þeir sem haga sér svona ættu kannski að leita sér hjálpar, það hlýtur að vera eitthvað mikið að hjá fólki sem leitar uppi fólk frá öðrum löndum til að hrella og meiða. Ég veit að þetta eru mikið mjög ungir einstaklingar sem eru að kenna útlendingum um allt sem miður fer, eins og að þeir séu að taka frá þeim vinnu og fleira, ég hef hins vegar ekki orðið vör við að þessir sömu krakkar séu ýkja sólgin í vinnu í slorinu. Auðvitað er fullt af fólki á öllum aldri að ýminda sér það sama og krakkarnir, það heyrist náttla bara hæst í æskunni. 

Svo byrjar útlendingahatrið líka einhversstaðar ekki satt? sjálfsagt hjá okkur fullorðna fólkinu, þar sem ungdómurinn gleypir það hrátt, og boltinn rúllar, svo endar öll vitleysan í fáránlegum múgæsingi.

Ekki meira frá mér að sinni.


mbl.is Undiralda útlendingahaturs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er alveg í rusli eftir að hafa lesið þessa frétt.
Skammast mín fyrir að vera Íslendingur, alveg niðurdreginn.
Er lífið orðið svona hart þarna uppi?
Þetta hljómar eins og lýsingar úr hörðustu fátækra ghettóum, greinilega ekki þorandi að vera fótgangandi í miðbænum, minnsta kosti á vissum tímum.
Ég held ég verði að hætta að lesa mbl.is. Það er eins og það búi bara skítapakk þarna uppi á skerinu: önnur hver manneskja er full eða dópuð í umferðinni, alltaf verið að berja einhvern til óbóta sem fer út að "skemmta" sér, tala nú ekki um stjórnendur landins...
Ég ætlaði að koma með 2 Þýskar vinafjölskyldur til landsins í sumar, en ég er svo hræddur um að þurfa að skammast mín fyrir svona pakk að ég held að ég hætti við...

Einar (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 08:56

2 Smámynd: hofy sig

Það eru alltaf einhverjir vitleysingar innan um og auðvitað ber mest á þeim, það er nú einu sinni þannig, en þér er alveg óhætt að koma með þjóðverjana og pottþétt margt sem þú getur sýnt þeim á okkar stórbrotna landi, sem betur fer er fullt af góðu fólki hér á klakanum, meira að segja erum við flest kurteis og og góð heim að sækja, við megum ekki láta svörtu sauðina eyðileggja fyrir okkur.

hofy sig, 14.2.2008 kl. 09:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband