Sykur!
13.2.2008 | 19:09
Jæja þá er mar loksins búin að setja inn nýjar myndir, alltaf so lengi að koma því í verk.
Það sem mér liggur á hjarta núna er sykurneyslan okkar, mér finnst svo pirrandi að það sé verið að troða sykri í nánast allt. Eins og til dæmis jógúrt, í einni pínulítilli jógúrtdós er hvorki meira né minna en 5 stk. sykurmolar, við erum að tala um kannski nokkrar teskeiðar af jógúrti. Kókómjólkin er sömuleiðis uppfull af sykri, það eru meira en 5 sykurmolar í pínuponsu fernu, æji ég man ekki hvað hún er mörg grömm, skiptir heldur ekki öllu. Mér finnst þessi sykurneysla okkar vera komin út í algjöra vitleysu, sykur, sykur, sykur! Og ég er sko í sykurfráhaldi, sem er bara alls ekkert auðvelt í þessu bandbrjálaða sykurneyslusamfélagi okkar.
Annars er ég alveg hundlasin, með hálsbólgu, kvef og hósta, eins og meginþorri þjóðarinnar. Held ég komi mér barasta undir sæng í von um að ég verði betri á morgun.
Gangið í gleðinni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.