Glisgjarni Hrafnsunginn.

Ég sem hélt að hann væri ungur maður sem lofaði góðu, en nú sýnist mér hann vera ungur maður sem lofaði mörgu. Einhvernvegin fær mar á tilfinninguna að gaurinn sé alltaf að bakka inn í sviðsljósið. Skyldi rödd samviskunnar hafa verið farið að angra hann eitthvað? Varla, ætli flokkssystkini hans hafi ekki heldur pressað og potað þar til honum var ekki stætt á öðru en að segja af sér.

Það má nú svo sem segja að það sé að bera í bakkafullan lækinn að vera yfir höfuð eitthvað að tjá sig um þennan höfðingja, en samt, ég meina aumingjans maðurinn sem að eigin sögn er ekki annað en þræll óvandaðra rógbera. Það er nú líka skiljanlegt að þegar hann með störfum sínum og hugsjónum, ratar í ógöngur ímyndi hann sér að allir séu að gera samsæri gegn honum.

Og hvað með það þó hann tími ekkert að vera að nota sína eigin peninga í vinnuföt?  það er sko ekkert ódýrt að kaupa sér bindi hjá Sævari Karli eða hvar það nú var sem hann verslar, nú eða sokkabuxur, ég veit reyndar ekki hvaða tegund hann notar, en hann er pottþétt eini karlmaðurinn sem ég veit um sem notar sokkabuxur, en só! Kanski er hann bara svona kulvís, hver veit?

Ég heyrði það á skotspónum að sumir kölluðu hann, Hrafnsungann og er það vel við hæfi, hann virðist vera pínu glitsgjarn eða þannig sko! Mér hefur alla vega sýnst að hann væri ekkert að spara meiköppið, á stundum. Svo á hann þvílíkt safn skrautlegra binda og Jakkaföt í ýmsum litum, að ógleymdum öllum sokkabuxnapörunum sem hann á, en hefur þó ekki efni á að borga fyrir.

Já, já, svo bara er fólk með persónulegar árásir, og leggur á hann hatur, vesalings maðurinn. Hann getur kannski notað fríið til að fara í ræktina og sonna, hann virðist þurfa að taka mataræði aðeins í gegn líka svo hann sprengi nú ekki utan af sér öll fínu fötin sem hann græddi svona aldeilis óvænt.

 Ekki það að aðrir stjórnmálamenn séu eitthvað skárri, síður en svo, þeir eru flestir illa haldnir af ákafri munnræpu, sjálfsupphafningu, og án  allrar siðgæðisvitundar. Þeir myndu glaðir fórna vinum sínum fyrir völd, Hreinskilni þeirra er jafnvel falskari en óhreinlindi.

Persónutöfrar stjórnmálamanna er lífshættuleg, þeir synda um með bros á vor í kosningarbaráttu sinni, svo eftir kosningar: Kjams! Vatnið er blóðugt. Þú ert hauslaus.

Þetta er álit mitt á valdagráðugum pólitíkusum. Í mínum huga eru flestir stjórnmálamenn hræsnarar: Og löngu komin hefð á þá sem slíka.


mbl.is Björn Ingi hættir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband