Mig langar!
22.1.2008 | 12:56
Oooo! Mig langar svo að fara, ég elska Ísafjörð enda ættuð þaðan og á margar góðar minningar frá bernsku minni er ég dvaldi í góðu yfirlæti hjá ömmu minni og afa á Hlíðarveginum. Það er einhvernvegin svo bjart yfir þessum minningum mínum, ég man lyktina sem var inni hjá afa og ömmu, hún var svo góð. Ég man líka lyktina sem var í Bæsabúð og þar fékk ég þær allra bestu kókoskúlur sem ég hef á ævi minni smakkað.
En best að koma sér með kaggann í skoðun, skrifa kannski meira um Ísafjörð seinna í dag.
![]() |
Margir ætla á Aldrei fór ég suður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ooooohhhh, það var sko best hjá afa og ömmu, in ðí óld deis!
SigrúnSveitó, 22.1.2008 kl. 14:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.