Þunglyndi.
19.1.2008 | 20:35
Sælt veri fólkið. Ég er búin að vera í hálfgerðu þunglyndi undanfarna daga, allt búið að vera í tómu tjóni og leiðindum, ég ætla núna bara að rífa mig upp á rassgatinu og halda áfram að lifa lífinu og njóta þess að vera til. Er búin að gera mína síðustu tilraun til að bjarga því sem ég hef verið að reyna að bjarga allt of lengi, sumu er ekki hægt að breyta og sumum er ekki hægt að bjarga. Fólk sem sér ekkert út fyrir rassgatið á sjálfum sér er bara ekki viðbjargandi, svo einfalt er nú það. Annars var ég að enda við að skutla heimasætunni í matarboð og alles, sjálf ætla ég á miðnæturfund á eftir með góðri vinkonu. Svo ætla ég að vera dugleg og sterk, fyrir mig og börnin mín.
En bara, bæ, bæ, í bili.
Gangið í gleðinni, góða nótt og sofið rótt.
Ekki gleyma að vera góð við hvort annað.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.