Sorglegt

Blessaður karlinn, ekki náði hann nú háum aldri, enda hafði hann það oft skítt, og slíkt fer illa með fólk eins og allir vita. Ég mætti í Laugardagshöllina samviskusamlega að horfa á snillinginn tefla við annan snilling, Borís Spasskí árið 1972, þá tólf ára gömul. Ekki var það samt svo að ég hefði brennandi áhuga á skák, heldur var  þetta einvígi allt sveipað einhverjum ævintýraljóma og við vinkonurnar mættum oft og iðulega, og stemmingin var gríðarleg. Þessi upplifun mín hefur alltaf sitið föst í minningunni, og mér finnst eins og ég hafi bara alltaf þekkt þá, Bobby Fiscer og Borís Spasskí.

Blessuð sé minning hans, ég vona að hann hafi dáið sáttur við allt og alla.


mbl.is Bobby Fischer látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband