Slæmur dagur.

Mikið svakalega er ég fegin að þessi dagur er á enda, hann er búin að vera alveg virkilega slæmur, kannski ákvað ég bara að gera hann slæman. Ég hef val, og ég þarf ekki að láta líðan og hegðun annarrar manneskju hafa þessi áhrif á mig, en einhvernvegin á ég svo óendanlega erfitt með að láta þessar aðstæður ekki stjórna of miklu í mínu lífi. Ég veit fullvel að ég er ekki að gera rétt, en stundum er mér nokkuð sama, og það er það sem mér finnst svo vont. Það er svo ömurlegt að geta ekkert gert, það virðist bara ekki vera neitt í veröldinni sem getur hjálpað fólki, sem ekki vill þiggja neina hjálp.

Ég ætla svo sannarlega að gera mitt besta til að morgundagurinn verði góður, mitt er valið, lífið er það sem ég geri úr því, stundekki þær aðstæður sem okkur er ætlað, og ekkert við því að gera.

Það sem ég hugsa, það sem ég geri og hvernig ég hegða mér, hefur gríðarleg áhrif á ástandið í heiminum. Þess vegna ætla ég strax að byrja að horfa á björtu hliðar lífsins og leita eftir hinu besta í hverju tilviki sem kemur upp.  Ég verð að vera fús til að halda áfram, sama hve erfið eða óviðráðanleg virðist vera fram undan. Það gæti jafnvel verið nauðsynlegt að aðstæður versni, áður en þær geta lagast. Ég ætla að vera viss um að allt muni verða í lagi og allt muni ganga upp á endanum.

Gangið í gleðinni, kæru vinir.

Kærleikskveðjur til allra. InLove

um skiljum við


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband