Hvað er í gangi.
14.1.2008 | 16:49
Ég get svo svarið það! Hvað er í gangi í þessu þjóðfélagi eiginlega ? Mikið rosalega líður mörgum illa, skyldi blessaðri konunni hafa liðið betur eftir að hafa gefið vagnstjóranum einn gú moren? Vonandi áttar konan sig, áður en stjórnleysi hennar hefur enn alvarlegri afleiðingar í för með sér. Rosalega held ég að það sé niðurlægjandi að vera dregin fyrir dóm fyrir að geta ekki hamið eigin skapsmuni. Á reiðistjórnunarnámskeið með dömuna, það ætti auðvitað að dæma hana til þess, hver veit nema að það mundi opna augu hennar og hún myndi alla vega læra að telja upp í 100 áður en hún lætur til skarar skríða næst.
Sló vagnstjóra í reiði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ertu ekki að grínast? Þér hafið kannski ekki ökupróf??
Því miður eru vagnstjórar helstu ökuníðingar sem ég veit um og margir fleiri. 2 sinnum hefur strætisvagnbifreið ekið utan í bíl minn (ég alltaf í rétti) Margoft fara þeir yfir á rauðu ljósi o.s.f. Sjálfri hefur mér dottið í hug að ganga inn í strætó og lesa yfir hausamótunum á einum slíkum, og ef mér yrði svarað dónalega (eins og þeir oftast gera) þá myndi ég ábyggilega gera hið sama! Gott hjá konunni segi ég bara.
Maria (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 17:52
Nei ég er ekki að grínast! Og jú ég hef ökupróf, þú ert hins vegar að misskilja það sem ég var að skrifa um, ég var að tala um stjórnleysi og það að kunna að hemja skap sitt, ég var ekkert að tala um aksturslag strætivagnastjóra, ég fatta samt ekki hvað þú ættir svo sem að hafa upp úr því að lesa yfir hausamótunum á bílstjórum sem fara í taugarnar á þér, hvað þá að ganga í skrokk á þeim. Ég hef bara ekki trú á ofbeldi, og finnst það aldrei réttlætanlegt.
hofy sig, 14.1.2008 kl. 20:36
Maria.. að halda því fram að vagnstórar séu ökuníðingar er bara eins og ég mundi segja að allt kvenfólk væru fávitar útaf því að þú ert kona og komst með heimskulegt comment. Þú verður að átta þig á því að þú ert að setja stimpil á yfir 300 vagnstjóra bara útaf hegðun hjá nokkrum þeirra. Vissulega eru menn að keyra strætó sem ættu að vinna við eitthvað annað en akstur, en flestir eru þeir mjög góðir bílstjórar. Vagnstjórar eru þeir sem eru á stórum tækjum í umferðinni og að keyra oft eftir mjög erfiðari tímaáætlun og eins umferðin er í þessari blessuðu borg í dag verða menn að vera aggressivir til að komast áfram því það eru svo margir með svo mikla frekju, og til þess að vagnarnir komist eitthvað áfram verða vagnstjórarnir að vera með frekju á móti. Ég get bara sagt þér eitt dæmi frá því ég var að keyra að það kemur einn á siglingu upp á vinstri hliðina á vagninum hjá mér og síðan stingur hann sér framfyrir mig og neglir á bremsuna til að komast í þetta litla pláss sem ég hafði í næsta bíl og hafi ég ekki neglt á bremsuna þá hafi hann farið með skottið á bílnum sínum í framhornið hjá mér, ég flauta á manninn og þá opnast glugginn hjá honum og hann hendir út einni fullri pepsí dós sem lenti rétt fyrir neðan framrúðuna sem kostar um 300 þúsund krónur að skipta um. Svona djöfulsis fávita eru vagnstjórar að díla við allan daginn þannig þetta gengur alveg í báðar áttir um hverjir eru ökuníðingar og hverjir ekki. Vagnstjórar eru bara eins og annað fólk í umferðinni, sumir mjög góðir og aðrir mjög slæmir.
Aron Smári, 14.1.2008 kl. 20:51
og btw.. ég skora á þig að taka þér svona hálfan dag og sitja í strætó og þá sérðu alveg hvað ég er að tala um..
Annars góður punktur hjá þér Hofy, fólk þarf stundum aðeins og bíta í tunguna á sér, ég man reyndar líka eftir atviki þegar einn ákveðin vagnstjóri sem er því miður en við störf að hann stoppaði einhvern bíl og hellti sér yfir bílstjóran á honum en lét það eiga sig að kíla hann.
Aron Smári, 14.1.2008 kl. 20:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.