Hvað er hamingja.

Hamingjusöm eða ekki hamingjusöm, hvað er hamingja? Örugglega eitthvað verulega gott, en erfitt að skilgreina hana, það sem gerir einn hamingjusaman gerir kannski annan óhamingjusaman. Er það ekki soldið undir okkur sjálfum komið hvernig okkur líður? Ef við erum fús til að sjá það góða í lífinu og einbeita okkur að því líður okkur vel, en ef við leitum að því illa og neikvæða getum við ekki búist við glimrandi hamingju.

Því ekki að hafa það fyrir venju að nálgast lífið í réttum anda, glaðlega, með eftirvæntingu og vera algjörlega sannfærður um að aðeins það besta sé fyrir þig? Þegar viðmót okkar og viðhorf er rétt og við höfum fulla trú á okkur sjálfum, er ekkert sem við getum ekki gert í þessu lífi.

Fegurð lífsins er alls staðar í kringum okkur, við þurfum aðeins að opna augun og líta í kringum okkur. Við getum ekki vaxið og þroskast eðlilega ef viðhorf okkar er neikvætt og við sjáum bara erfiðleika og hindranir í lífinu. Leyfum kærleikanum að flæða frjálsum í öllu sem við tökum okkur fyrir hendur, þá verður lífið svo miklu skemmtilegra.

Svo gott að vera jákvæður og bjartsýnn á þessu indæla janúarkvöldi.


mbl.is Hamingja á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Hamingjan er krítarkort....."

S.Wonder (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 16:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband