Fattar hlunkurinn ekki skilaboðin?
4.1.2008 | 09:23
Ameríkanar eru baradúllur! Ef að ég yrði tvírukkuð fyrir hlaðborð vegna frjálslegs vaxtarlags myndi ég kannski fara í eitthvað sem heitir sjálfsskoðun eða öllu heldur sjálfsrannsókn, aðeins sonna að kanna hvort eitthvað sé ekki í lagi með matarvenjur mínar áður en ég ryki upp til handa og fóta, alla vega finnst mér alveg brjálæðislega pínlegt að rjúka í blöðin með skandalinn. Og kvarta og kveina yfir því að fá ekki að gúffa í sig mat á við fjóra meðal fituhlunka, á verði eins. Svo kórónar Breiðrassinn hneykslun sína með því að segja, Ég, ég, sem er ekki nema 130 kíló.
Veitingastaðurinn á mína samúð, hrikalega pirrandi þegar fólk ætlast til að aðrir haldi þeim uppi af því að þeir eru búnir að éta sjálfan sig út á gaddinn.
![]() |
Úthýst af veitingastað fyrir að borða of mikið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Tja... ef veitingastaðir bjóða upp á "all-you-can-eat" hlaðborð eins og algengt er í USA verða menn að reikna með að einhverjir borði aðeins meira en meðalmaður. Ekki það að ég viti hvort um slíkt er að ræða í þessu tilfelli.
Gulli (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 09:40
það er ekki í lagi með yður.
ein ekki ánægð (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 12:10
greyið þú áttu bágt
oli (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 12:54
Hva! Á ég bágt, hva mener du ? Eru þetta feitabollur sem eru að pirrast út í mig.............. Nei nei bara smá djók. Mér finnst ekki alveg í lagi að fólk hámi svona hömlulaust í sig, og það á annara manna kostnað.
hofý (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 13:56
I eat because I´m unhappy. I´m unhappy because I eat. kannski var þetta fat bastard úr Austin Powers myndunum
Stevie Wonder (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 15:28
Tala af virðingu um offitusjúkinga. Þeir sem básúna sig sem Jafnréttissinna ættu að gæta orða sinna í svona málum. Kannski þarf hann að éta til að gleyma. Rétt eins og alkar margir hverjir drekka til að gleyma
Geir Ólafs (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 15:46
Ef að hann þarf að éta til að gleyma, sem er ekki óalgegnt, ég veit ósköp vel að maðurinn er matarfíkill, ég var hins vegar bara að benda á að hann ætti ekki að venja sig á að éta á við marga en borga einungis fyrir einn, það gerir honum alls ekki gott, heldur hvetur hann í að gera ekkert í sínum málum. Ég færi ekki inn á bar og heimtaði 4 glös á verði eins af því að ´ég þyrfti að drekka til að gleyma, þar sem ég er alkahólisti "óvirkur" það gefur mér samt ekki rétt á að drekka meira og borga minna, bareigandinn á ekki að þurfa að taka ábyrgð á mínu vandamáli og veitingahúseigandunn á ekki að þurfa að taka ábyrgð á matarfíklum.
hofy (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 22:02
Á hlaðborði borða líka börn og matmagrar konur, það verða veitingamenn að muna eftir þegar feitabollur koma og eta yfir sig.
Halla Rut , 6.1.2008 kl. 18:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.