Nú er glatt

Nú er ég klædd og komin á ról, já já alltaf er mar nú jafn morgunhress..........NOT......Hvað um það, ég ætla að hjálpa snúllunni minni að bera út fréttablaðið, af því að veðrið er svo ógislega púkó. Síðasti dagur ársins, þá gera margir svona uppgjör eða annál, ég nenni því samt ekki. Ekki að svo stöddu alla vega, þessum síðasta degi ársins ætla ég að verja í að elda risastóran kalkún, það eru miklar sérímoníur hjá mér, og athöfnin er nánast heilög við kalkúnar hanterringuna. Ég sný honum í tíma og ótíma, sprauta hann og smyr, þetta tekur um það bil 8 klukkutíma, það er líka alveg sérstakur stemmari yfir þessu öllu saman. Þessu er svo ekki lokið fyrir mér fyrr en ég heyri gesti mína umma yfir því hvað hann sé lang lang bestastur Kissing

Já já svona er maður nú klikkað'ur, en það er nú samt betra að vera klikkaður heldur en leiðinlegur, ekki satt?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hofy sig

Takk takk Brynja.

hofy sig, 31.12.2007 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband