Andlega dofin
17.12.2007 | 00:45
Er ekki alveg málið að fara nú að anda með nefinu og hætta að anda með ras....... Er fólk virkilega svona andlega dofið að það telji hálfnaktar konur hafa slæm áhrif á ungmennin okkar, Já Sæll! Segi ég nú bara, annað hvort eru sumir svona gasalega fáfróðir eða þá eitthvað kinkí í kollinum. Það gengur ekki upp að gera endalausar kröfur til allra annara en akkúrat þeirra sem málið varðar, sem sagt okkur foreldranna, þeir foreldrar sem telja afkvæmin sín skaðast af því einu að sjá hálfberar konur ættu umsvifalaust að láta athuga ungana sína og sjálfan sig í leiðinni, það þarf enga snillinga til að sjá að eitthvað mikið er að ef fólk hálfgeggjast yfir svona löguðu. Hins vegar eru leikir inn á þessari síðu sem eru hreint ekki barnvænir, og það er númer eitt, tvö og þrjú foreldrarnir sem bera ábyrgð á hvað börnin aðhafast. Við verðum einfaldlega að vera meira heima hjá ungunum okkar, ökum um á ódýrari bílum, kaupum aðeins færri fermetra á mann, fækkum utanlandsferðum, kaupum ódýrari jólagjafir, kaupum ódýrari innanstokksmuni, með öðrum orðum, hættum á neyslufylleríinu og missum ekki stjórn á okkur út af utanaðkomandi áreiti. Hlúum umfram allt betur að fjársjóðnum sem við setjum í geymslu hingað og þangað þar til við álítum að fjársjóðurinn sé komin með aldur til að geyma sig sjálfur, sem hann er augljóslega ekki ef marka má þessa frétt. Reiði og hneykslan þjónar engum tilgangi og gerir blessuðum börnunum ekkert gagn. Klúðrum ekki því dýrmætasta sem við eigum og skrækjum ekki Úlfur! Úlfur! Þó allt sé ekki alveg eins og við kjósum, hættum að kenna öðrum um, tökum til í okkar eigin ranni og sjá! þá kemur örugglega sitthvað í ljós sem við áttum ekki von á en getum nýtt okkur til góðs.
Verum svo endilega glöð og þakklát fyrir það sem við höfum.
Fáklæddar konur á vefjum tengdum Leikjaneti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Líka skemmtilegt að á leikjanet.is eru 143 "bardagaleikir".
En það er gott að sjá hvar "jafnréttisráð" hefur forganginn í forvörnum fyrir börnin okkar. T.d. geturu farið í leik þar sem þú ert að drepa hryðjuverkamenn en þú mátt samt helst ekki skjóta saklausa borgara.
Konur á bikiní í hugsanlega "eggjandi" stellingum skemmir sálir ungviða okkar mun meira . . svo sannarlega
Palli (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 01:31
Ég er innilega sammála. Því meira sem foreldrar eru hjá börnum sínum (innan vissra marka) þess betri einstaklingar verða þau. En varðandi utanlandsferðir, fara foreldrar ekki yfirleitt til útlanda með börnum sínum. Varla eru þau skilin eftir heima.
Annað, sem mér finnst í ólagi. Um leið og börnin eru orðin nokkurra mánaða gömul, þá eru þeim potað á vöggustofu þar sem þau eru liðlangan daginn í stað þess að fá að vera heima hjá pabba og mömmu á þessum fyrstu árum, þegar þau þarfnast þess mest.
Vendetta, 17.12.2007 kl. 01:35
Tengingin sem var á umræddum leik var "Watch Free Sexy Webcam girls" og hverskonar síða haldið þið að hafi verið á bakvið þá auglýsingu? Auglýsingin var ekki alltaf að birtast á síðunni þannig að foreldrar sem hafa athugað leikinn og talið hann í lagi (og gefið börnunum leyfi á að spila hann) hafa nú líklega ekki átt von á því að einn daginn mundi dúkka upp tenging á klámsíðu fyrir neðan leikinn. Við erum ekki bara að tala um saklausar myndir af fáklæddum konum heldur tengingar í klámsíður af netsetri sem gerir útá það m.a. að fá börn til að spila leikina hjá sér.
Arnar Freyr (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 07:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.