Kærleikur

Ég get ekki sofnað, ekki skrítið svo sem þar sem ég lagði mig með litla ömmusnúllanum mínum í dag. Svo var brunað í borgina í skólann og sonna. Svo nú er ég sest fyrir framan tölvuna mína og ætla að skrifa eitthvað fallegt InLove

Ég dett svo oft í hugsanir um hvað allir gætu haft það svo miklu betra ef allir gerðu öðrum eins og þeir vilja að aðrir gjöri sér. Ef að allir gæfu sér tíma til að hugleiða það og fara eftir því. Þá myndi kanski eigingirnin og sjálfshyggjan hverfa, kærleikur og umburðarlyndi kæmu í staðin alveg áreynslulaust. Kærleikur dregur að sér kærleika. Ef að okkur langar að flytja frið og jafnvægi inn í veröldina verðum við að byrja á að finna það í okkar eigin hjarta. Við sáum eins og við uppskerum" ef að við sáum hatri og sundurlyndi uppskerum við það sama, ef að við sáum friði og kærleika verður mikil uppskera friðar og kærleika.HeartHeartHeart

Jæja elskurnar.´Best að koma sér í draumalandið, nóg að gera á morgun hjá minni.

Góða nótt kæru vinir. Heart 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

En hvað þetta eru yndislegar hugleiðingar. Já ég er alveg sammála, þetta er mikið til okkar val. Við þurfum stöðugt að æfa okkur að vera friðsamari og kærleiksríkari.

bestu kveðjur

Ragnhildur Jónsdóttir, 14.11.2007 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband