Jólaljós

Jóla, jóla jóla, ha jóla hvað? Akkúrat jóla hvað, mann bara spyr sí sona ? Verslunarmennirnir eru svo sannarlega komnir í jólafílinginn, ekki spurning! Jólin eru að minnsta kosti komin í búðunum, það er bara ekki nokkur leið að finna svo mikið sem þvottaklemmur í rúmmfatalagernum, bara búið að sópa öllu burt svo allt jólaskranið komist nú fyrir. Það er alveg hreint með ólíkindum hvað hægt er að gabba okkur til að kaupa, að hugsa sér eins og til dæmis, jólahandklæði, jólasápu, jólaviskustikki, jólanaríur, jólaskeinipappír, jólaþvottapoka, jólasokka, jólaglös, jóladiska og bara endalaust jóla þetta og jóla hitt.

Það væri fróðlegt að vita hvað við Íslendingar eyðum miklum peningum í jóladrasl um hver einustu jól. Geimslan mín er alveg ágætlega stór, samt er hún næstum því full þegar allt jólaglingrið mitt er komið inn, það er bara hægt að athafna sig vandræðalaust inni í henni í desember, nú og svo bætist náttla alltaf eitthvað við um hver jól, því það er svo margt nýtt í boði, annars er ég veikust fyrir jólaljósunum og á orðið ansi gott safn. Það aftraði mér þó ekki frá að bæta einu við í dag, það var nebbla svo gasalega flott, og ég gat sko bara ekki með nokkru móti staðist freystinguna. Ég skil samt sem áður ekkert í kaupmönnunum að vera að ginna mann svona upp úr skónum, og það sem er nú bara rétt komin nóvenber.

Kær kveðja út í nóttina Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Já Hófý, það er þetta með jólaþetta og jólahitt, agalegar freistingar, huhumm  Ég fór einmitt í Rúmfatalagerinn í dag, .... (ætli við höfum staðið hlið við hlið í röð ? haha) ég þurfti sko aðeins að skreppa í búð  ... mig nefnilega vantaði svo rooooosalega jólabangsa.....

bestu kveðjur og góða nótt

Ragnhildur Jónsdóttir, 6.11.2007 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband