Sölumenn dauðans
22.9.2007 | 23:19
Húrra fyrir löggæslunni! 46 kíló af svo til hreinu amfetamíni, hvorki meira né minna. Lögreglan á svo sannarlega hrós skilið fyrir að hindra að þetta ógeð kæmist á götuna, Amfetamín er eins og flestir vita skráð lyf, notkun þess hefur þó snarminnkað sem betur fer, lyfið er mjög ávanabindandi og þar af leiðandi mynda neitendur fljótt þol og þurfa sífelt meira og meira af efninu. Magnið sem fannst í skútunni hefði nægt til að svara löglegri eftirspurn í nærri hálfa öld, aftur á móti hefði efnið ekki dugað nema í hálft ár á götunni.
Svo vona ég bara að yfirvaldið haldi áfram á sömu braut, nái að stöðva sölumenn dauðans í tæka tíð. Það eru allt of margir að drepa sjálfa sig og aðra þarna úti með andsskotans fíkniefnum.
Ég sendi kveðju út í nóttina, og bið Guð að vaka yfir öllum þeim sem eru úti og þjást af völdum áfengis og fíkniefna, þeir eru því miður allt of margir.
Góða nótt Knús á alla
Ég leitast við að vera hamingjusöm, glöð, og frjáls
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.