Kærleikur
9.9.2007 | 14:17
Því ekki að vera bjrtsýn í lífinu, búast ávallt við hinu besta, finna ávallt það besta og skapa ávallt það besta? Bjartsýni gefur okkur kraft, svartsýni leiðir til veikleika og ósigurs. Þegar viðhorf okkar til lífsins er bjartsýnt örvum við alla í kringum okkur, gefum öðrum von, traust og trú á lífið. Alltaf er til von í lífinu, jafnvel þó hún sé aðeins örlítill flöktandi neisti til að byrja með, þegar hlúð er að litla neistanum með kærleika mun hann stækka og stækka uns hann verður að loga. Þessi logi er óslökkvandi og eilífur. Strax og kveikt hefur verið á honum mun ekkert geta hindrað að hann dreifist.
Sunnudagur er góður eins og aðrir dagar, ef við ákeðum að hann verði góður, þetta er allt svo mikið spurning um hugarfar,af hverju ættum við að rífa okkur niður fyrir það sem virðist vera misbrestir, mistök, gallar og annmarkar? Því ekki að snúa veikleika í styrk, göllum og annmörkum í kosti, með því að birta það jákvæða í lífinu í stað þess að dvelja við það neikvæða. Það er eitthvað svo mikil neikvæðni allstaðar, maður flettir ekki dagblaði eða horfir á fréttir öðruvísi en að mæta þar böli og leiðindum. Ég hef fengið nokkuð stóran skamt af sorg og vonbrigðum lífsins, engin sleppur við það, um það getum við verið viss. En ég get samt yfirgefið gærdaginn og þakkað fyrir nýjan dag í fullkomni trú og trausti á að þetta verði yndislegur dagur, allt sé eins og það á að vera og að allt muni ganga vel. Ekki hleypa óþægilegum og neikvæðum hugsunum að. Ef svo eitthvað neikvætt bankar upp á þá tek ég á því þegar þar að kemur en bíð ekki eftir því. Ekkert fellur mér í skaut fyrirhafnalaust frekar en öðrum, öll þurfum við að hafa fyrir lífinu á einn eða annan hátt. Við ættum aldrey að sætta okkur við að liggja í sjálfsvorkun og segja ég get ekki meir, það er hægt að gera svo margt dásamlegt í lífinu, við þurfum bara að gefa okkur tíma til að koma auga á það og leifa okkur að njóta þess.
Það er hægt að vera þakklátur fyrir svo ótalmargt í lífinu. Ef ég ætlaði að skrifa það allt niður yrði það langur listi, sem er gott, lífið er það sem ég geri úr því. Sérhver manneskja verður að finna sína ynnri leið og fara hana. Ef þú bankar á dyr kærleikans opnar hann fyrir þér án skylirða.
Bjartsýnis og kærleikskveðjur til allra.
Athugasemdir
SAMMÁLA!!!
Ég hef stundum hugsað þetta með "mánudagur til mæðu...sunnudagur til sælu". Fyrir mér eru allir dagar til sælu. Þetta er spurning um viðhorf. Og mér finnst hundleiðinlegt að vera í fýlu
Knús&kærleikur...
SigrúnSveitó, 10.9.2007 kl. 09:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.