Eitt og annað

Jamm og já, ég ætla að krota eitthvað smá, er orðin svooo þreytt Joyful Í dag fékk ég Hauk Leó (ömmustrákinn) lánaðan, alltaf er hann jafn mikið yndi þessi elska. Það er svo hrikalega gaman að gefa honum að borða, hann opnar alltaf munninn upp á gátt og ef honum finnst eitthvað rosa gott flýtir hann sér að kyngja, gefur sér þó tíma til að smjatta smá, í dag gaf ég honum epli og banana, skellti því mixarann og maukaði vel. Haukurinn kunni sko að meta svona nammi namm Tounge Alveg er það merkilegt hvað það er stórkostlegt að vera amma, eða frekarstórkostlega merkilegt, það passar betur soleiðis. Við vorum að leika okkur og knúsast alveg endalaust, og aumingja Polli minn var svo sjúklega afbrýðisamur, enda telur hann að ég sé hans eign og er ekkert áfjáður í að deila mér með öðrum. Svo þegar að ég kom heim frá að skila Hauknum lá Polli kallinn algjörlega uppgefin eftir hlaupin og glennuganginn sem hann viðhafði til að beina athyglinni að sér. Við skötuhjúin fengum okkur ísrúnt, bara tvö alein, annað en hér áður og fyrr þegar bílinn var fullur af börnum, okkar börnum og vinum þeirra, þau voru alltaf til í ísrúnt, en nú eru litlu börnin mín alls ekkert lítil lengur og hafa annað við sinn tíma að gera en flandrast með foreldrunum út um dittin og dattinn. Þetta hljómar full biturt, aumingja greyið ég Errm En nei nei! þetta er ekki alveg svona, Snorri þáði nú sjeik, bara koma með hann takk, ég nenni ekki með. en heimasætan var ekki heima svo hún fékk ekki neitt Devil ha ha ha! Rosalega er ég fyndin eitthvað, eins gott að afkvæmin mín lesa ekki bloggið mitt. Tja held ég komi mér í bólið, eiginmaðurinn löngu sofnaður enda 6 daga vinnuvika hjá honum, stundum sjö, hann er sem sé ofvirkur í orðsins fyllstu merkingu. Alltaf vinnandi og vinnandi, ef hann fær einn frídag er hann annaðhvort að vinna eitthvað í húsinu eða þá að hjálpa öðrum, duglegur er hann, það verður ekki af honum tekið. Annars hafði ég það af í dag að rigga einni rjómamarengsávaxtatertu sem bíður spennt í ískápnum til morguns, þá er nebbla von á matargestum. Ég bíð góða nótt og sofið rótt. Sleeping

Knús á alla HeartHeart

Og elskurnar mínar gangið hægt um gleðinnar dyr.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband