5 stjörnu sjúkrahús

Jæja þá er þessi dagur að kveldi komin. Ég var rétt að enda við að setja neglur á tilvonandi tengdadóttur mína, bara gaman af því. Ég var svo lánsöm að fá að gista á 5 stjörnu hóteli síðastliðna nótt, eða svona næstum því ég svaf sum sé á sjúkrahúsi Akranes í rafmagnsrúmi og allt. Ég var samt ekki sjúklingur og ekki starfsmaður heldur, ég var sko bara gestur og þvílík þjónusta sem maður fær alltaf hjá þessu yndislega starfsfólki þarna. Dóttir mín sem er svo sem ekkert barn lengur, heldur 16 ára unglingur þurfti að liggja inni eina nótt og þar sem henni fannst svo notó að hafa mömmuna sína lúllandi í næsta rúmi við sig var það auðsótt mál. Ég hef nokkrum sinnum þurft að leggjast inn á SHA og alltaf fengið frábæra ummönnun, ég fæddi líka tvö af börnum mínum þar en þann elsta fæddi ég á lansanum, og það er sko ólíku saman að jafna get ég sagt ykkur. Starfsfólkið á SHA á heiður skilið fyrir hvað það er frábært allt upp til hópa. Jæja ég ætla að horfa á restina af fegurðarsamkeppninni. Góða nótt og sofið rótt.Halo

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SigrúnSveitó

Gaman að heyra hvað er góð þjónusta við aðstandendur á SHA. Mjög mikilvægur hluti af hjúkruninni snýr að þeim. 

Varðandi bloggvininn, þá ertu væntanlega búin að fá mail um að ég vilji gerast bloggvinur þinn.  Það þarftu að samþykkja.  Þegar þú ert búin að því þá ætti ég að birtast á síðunni þinni, vinstra megin undir "BLOGGVINIR".

Ljós&kærleikur til þín. 

SigrúnSveitó, 26.5.2007 kl. 08:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband